fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Ekki góð vika fyrir Geir – en hann má samt vel við una í Washington

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hefur ekki verið góð vika fyrir Geir H. Haarde. Gamli yfirboðari hans, Davíð Oddsson, ákveður upp á sitt eindæmi að birta símtalið fræga milli þeirra frá því Geir var forsætisráðherra og hann seðlabankastjóri. Samtalið sýnir eitt og annað, meðal annars hvernig valdahlutföllin voru alltaf milli þeirra. Og stórar ákvarðanir eru þarna teknar í fáti – þetta verður seint talin góð stjórnsýsla. En þarna var auðvitað allt komið í óefni.

Í dag tapar hann svo málarekstri sínum fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Íslenskir valda- og fjármálamenn hafa verið að reyna að sækja þangað rétt sinn – bæðið Geir og félagi hans Baldur Guðlaugsson hafa farið þangað erindisleysu. Dómstóllinn er kannski frekar hugsaður fyrir þá sem standa höllum fæti gagnvart valdinu.

Þetta breytir því samt ekki að landsdómsmálið yfir Geir var klúður. Ákvæðin um landsdóm eru í íslenskum lögum – og rannsóknarnefnd Alþingis vísaði í þau í skýrslu sinni. Málið fór hins vegar út í móa í meðförum Alþingis þar sem stjórnarmeirihluti þess tíma passaði upp á að skjóta ráðamönnum úr Samfylkingunni undan en láta Geir sitja uppi einan með sinn beiska kaleik.

Réttarhaldið sýndi líka hversu erfitt er að dæma sjórnmálamenn fyrir vanhæfni og fúsk. Refsinguna fyrir slíkt taka þeir yfirleitt út hjá kjósendum.

Þarna voru líka stjórnmálamenn að setja aðra stjórnmálamenn fyrir dóm vegna athafna sinna. En það sýnir alvöruleysið sem oft einkennir íslensk stjórnmál að lögum um landsdóm hefur ekki verið breytt. Hann hangir ennþá inni í lögbókinni – kannski vonuðu einhverjir að þeir fengju í fyllingu tímans tækifæri til að draga sína andstæðinga fyrir dóm?

Það verður hins vegar að segja eins og er að Geir Haarde má vel við una eftir allt. Hann fékk ágæta uppreisn æru stuttu eftir hrun þegar hann var gerður að sendiherra í Washington af sama ríkinu og ákærði hann. Það er fínasta djobbið í íslenskri utanríkisþjónustu, ekki allir geta gengið inn í svo há embætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump