fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Heimasíða Pírata er horfin – og líka vefsíða Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Föstudaginn 17. nóvember 2017 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður heyrir af fólki og félögum og fyrirtækjum sem eru í stórkostlegum vandræðum vegna hrunsins hjá vefhýsingarþjónustunni 1984 (brandarinn í nafninu virkar hálf vandræðalega núna). Blaðamaðurinn og netverjinn Eiríkur Jónsson skrifar á Facebook.

Hverjar eru skaðabætur fyrir að klúðra og týna fréttum fjölmiðils til næstum sex ára auk auglýsinga sem greitt hefur verið fyrir en sjást ekki lengur?….eirikurjonsson.is

Það eru ekki bara vefir sem eru horfnir heldur líka tölvupóstur sem finnst ekki og ekki heldur hægt að senda. Það er vægast sagt óþægilegt.

Vefsíða Pírata er horfin. Og líka vefsíða Sjálfstæðisflokksins. Þess  má  geta að 1984 er í eigu manna sem hafa starfað með Pírataflokknum.

 

 

Annars þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Ég hef skrifað á vefinn síðan snemma árs 2000. Fyrst á Strikið – já, munið þið eftir þeim bráðskemmtilega vef – síðan á Vísi en síðustu tíu árin á Eyjuna.

Ég á greinarnar af Strikinu hvergi nema í útprenti. Vísisgreinarnar voru færðar yfir á Eyjuna og þar er ennþá hægt að finna pistlana. En það er óþægileg tilhugsun að þetta geti allt horfið eins og dögg fyrir sólu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“