fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

„Læmingjaleiðangur“ VG – má nú tala við Flokk fólksins?

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, talar um „læmingjaleiðangur“ Vinstri grænna. Össur sat tvívegis í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Svavar Gestsson skrifar að Katrín Jakobsdóttir sé kjarkmikill og mikilhæfur stjórnmálamaður.

Vinstri græn sitja nú á þingflokksfundi þar sem kann að ráðast hvort viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn verði haldið áfram. Það er til þess tekið að Katrín og Svandís Svavarsdóttir hafa verið saman í viðræðunum, þær eru sterkustu foringjarnir í flokknum – fyrir utan Steingrím. Ef þær vilja stjórnmarmyndun þá gerist hún. Ef þær eru tvístígandi verður ekkert úr þessu.

Þrýstingurinn er gríðarlegur að hætta við. Samskiptamiðlarnir standa í ljósum logum vinstra megin. Vinstri vængurinn er allt í einu að uppgötva að það sé hægt að tala við Ingu Sæland. Logi Einarsson hittir hana á fundi og þau fallast í faðma. Það er upplýst á Facebook að hún sé fyrrverandi kjósandi Jóhönnu Sigurðardóttur. Gleymdar eru ásakanirnar og formælingarnar vegna innflytjendaandúðar.

Logi er mikið að sprikla, hann birtist líka um daginn með Viðreisn og Pírötum í nokkurs konar bandalagi. Hann er að reyna að hafa áhrifa á atburðarásina, en í raun hefur hann lítið vægi. Það hefur Framsókn hins vegar. Vilji hún ekki vera með er engin stjórn til vinstri í kortunum.

Þetta virðist líka vera heldur seint í rassinn gripið. Ef viðræður um „breiðu stjórnina“ fara út um þúfur er líklegast að næst sé óhjákvæmilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái að spreyta sig við að koma saman stjórn – og það er þá væntanlega stjórn þeirra, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Þessa stjórn væri hægt að mynda meðan vinstri flokkarnir sætu hjá og fengju ekki rönd við reist. Spurning er hvort vinstrið sættir sig við áhrifaleysi í stjórnmálunum í eitt kjörtímabil í viðbót?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sögulegur kjördagur í Kanada

Sögulegur kjördagur í Kanada
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt