fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Ekkert er betra en Jolly Cola – eða þannig

Egill Helgason
Föstudaginn 10. nóvember 2017 18:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður þráði að smakka Jolly Cola eins og margt annað sem var auglýst í Andrésblöðunum og fékkst ekki á Íslandi (kókómjólk, saltlakkrís). Svo kom sending af því í eina af fjölmörgum búðum sem voru í Vesturbænum – þær voru þrjár í 30-40 metra radíus frá heimili mínu.

Það er skemmst frá því að segja að Jolly Colað olli miklum vonbrigðum – það var ekki gott á bragðið.

 

 

 

Þetta var tíminn áður en við gengum í EFTA og hér fór að fást erlent sælgæti. Það sá maður í hillingum – það voru helst menn sem voru í siglingum sem gátu flutt það til landsins. Líklega taldist það vera smygl. Jolly Colað var danskt að uppruna, en var framleitt um hríð á Akureyri ásamt með Valash, Mix-i og sykurlausu Valash – þar var mikið brautryðjendastarf í sykurskertum drykkjarvörum. Þetta má sjá auglýsingunni frá Sana hér að neðan.

Svo fórum við í EFTA og ótalmargt sem Íslendingar höfðu fengist við lagðist af með stórauknum innflutningi, eins og húsgagnasmíði, fatasaumur og skógerð, en sælgætið fékk einhvern aðlögunartíma, ef ég man rétt. Það var svo nokkuð sérstakt að eftir hrunið, þegar gengi erlendra gjaldmiðla varð mjög hátt, efldist aftur íslensk sælgætisgerð og horfnar gotterístegundir komu á nýjan leik á markað.

En Jolly Cola hef ég ekki smakkað í marga áratugi. Rétt er að taka að það er borið fram eins og jollí en ekki upp á ensku sem væri þá djollí.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg