fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Eitt ár frá kjöri Trumps – lýðskrumarinn sem tekst ekki að gera Bandaríkin mikil á ný

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er Trumpdagurinn, það er liðið ár síðan Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Slagorð hans var Make America Great Again. Það hefur farið á annan veg, manni finnst eins og Bandaríkin sökkvi æ dýpra ofan í díki misskiptingar, ofbeldis, óraunveruleika og rugls.

Stjórnkerfið Bandaríska hefur að nokkru leyti haft hemil á Trump. Hann hefur komið fáum af stefnumálum sínum í framkvæmd, virkar afar veiklaður sem forseti, en þess ber að gæta að hann er alveg jafn óútreiknanlegur og fyrr, þetta er maður með alvarlegan sjálfsmyndarvanda, og næstu þrjú ár í forsetaembætti með hann geta orðið löng og ströng.

Trump í Hvíta húsinu fer líka langleiðina með að normalísera harðstjóra eins og Vladimir Pútín og Xi Jinping. Þeir virka nánast eins og ljós skynseminnar miðað við Trump. Það er ekki gott.

Og þótt Trump kunni að virðast bæði hjákátlegur og lemstraður þá hefur hann ennþá feikilega mikil völd. Því má til dæmis ekki gleyma að það er miklu auðveldara fyrir forseta Bandaríkjanna að ýta á rauða hnappinn og hefja kjarnorkustríð en að koma í gegn breytingum á heilbrigðiskerfinu.

Annað má nefna, en það er hvernig aðferðir Trumps eru notaðar í stjórnmálum víða um heim og það með talsverðum árangri. Við erum ekki búin að bíta úr nálinni með þennan gaur, það eru eftir þrjú löng ár – að minnsta kosti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg