fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Ekki góð tímasetning

Egill Helgason
Föstudaginn 3. nóvember 2017 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er afskaplega viðkvæmur tími í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokksleiðtogar fóru austur fyrir fjall, á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti. Manni skilst að fyrir kosningarnar hafi þeir verið búnir að ræða mögulega stjórnarmyndun sín á milli.

Þá leit út fyrir að meirihlutinn yrði stærri – nú er hann bara einn maður. Og örugglega ástæða til að stíga varlega til jarðar. Það er enn hægt að slíta þessum viðræðum, hvort sem það yrði vegna málefna eða vegna vantrausts. Flokkarnir eiga kannski ekki annan kost en að reyna þetta, en það er ekki þar með sagt að úr verði stjórn.

Í dag hafa verið tvær fréttir af einum hugsanlegara stjórnarflokka, Pírötum,  í fjölmiðlum. Annars vegar er það Birgitta Jónsdóttir sem líkir Sjálfstæðismönnum við kakkalakka og Framsóknarmönnum við fiskiflugur.

Birgitta er horfin af þingi, en hún er enn mikil áhrifamanneskja í röðum Pírata.

Hins vegar er það þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sem notar þennan dag, daginn sem stjórnin er máski að fæðast, til að setja alls kyns fyrirvara. Sumt af því er kannski sjálfsagt mál, en tímasetningin getur varla talist vera góð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi