fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Nýr Skerjafjörður lítur vel út

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að sigurtillaga í samkeppni Reykjavíkurborgar um nýbyggð við Skerjafjörð lítur vel út. Höfundarnir eru ASK arkitektar í samstarfi við Landslag og Eflu. Byggðin er frekar smágerð – ólíkt því sem við sjáum víða um borgina þessi misserin, það er lögð áhersla á græn svæði, við sjáum líka að þarna eru tjarnir og nálægðin við sjóinn er sterk.

Svæðið liggur við hinn umdeilda Reykjavíkurflugvöll og gefur nokkra hugmynd um hvernig hægt væri að byggja þar, í sátt við Öskjuhlíðina, Nauthólsvíkina og Vatnsmýrina. Enda segir í greinargerð með vinningstillögunni.

Nýr Skerjafjörður er að sumu leyti tímamótaverkefni.  Staðsetning hefur allt til að skipulag á þessu svæði geti verið leiðarljós fyrir þá uppbyggingu sem við sjáum fyrir okkur á næstu áratugum, á landi sem er eitt verðmætasta sem við borgarbúar höfum yfir að ráða. Við erum að brjóta nýtt land um leið og við þéttum og styrkjum byggðina sem fyrir er.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur