fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Við verðum að koma unga fólkinu á kjörstað

Egill Helgason
Laugardaginn 28. október 2017 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er aðalmálið að sem flestir noti atkvæði sitt. Það er unga fólkið sem mætir síst á kjörstað.

Við eigum að hafa samband við ungt fólk sem við þekkjum, hringja eða senda skilaboð. Jafnvel bjóðast til að aka því á kjörstað.

Getur líka verið tækifæri til að tala við ungt fólk sem við eigum kannski ekki alltof mikil samskipti við – börn, barnabörn, frændur, frænkur, vini og vinkonur. Hitta það í kaffi eða snarl.

Þetta er lykilatriði í því að kosningar fari almennilega fram og sýni vilja þjóðar. Við sem erum farin að reskjast eigum ekki að ákveða fyrir ungt fólk sem á eftir að lifa í þessu samfélagi í marga áratugi eftir að við erum á bak og burt.

 

Kappræður eins og voru í sjónvarpinu í gærkvöldi auka kannski ekki áhuga ungs fólks á að kjósa. En við verðum samt að gera allt sem við getum til að drífa það á kjörstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur