fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Patríarki grísku kirkjunnar á Íslandi

Egill Helgason
Laugardaginn 14. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogi einhverrar elstu stofnunar í heimi er staddur á Íslandi núna. Það er patríarki grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, Bartólómeus I. Hann er hinn 270ti í röð patríarkanna, en patríarkinn er erkibiskup í Konstantínópel – sem nú heitir Istanbúl. Samkvæmt hefð er embættið rakið allt aftur til postulans Andrésar. Patríarkarnir hafa verið í borginni síðan á tíma Konstantínusar mikla sem stofnaði aðra höfuðborg Rómaveldis og gaf henni nafn sitt. Þetta varð síðar austur-rómverska ríkið, öðru nafni Býsansríkið. Það stóð fram til 1453 þegar Tyrkir lögðu undir sig Konstantínópel.

En patríarkinn hélt áfram að vera í borginni, enda bjuggu Grikkir þar þótt svokallaðir Ottómanar hefðu tekið völdin. Nú eru bækistöðvar patríarkans í húsaþyrpingu í hverfi sem nefnir Fener – langflest grísku sóknarbörnin eru horfin á braut, þau voru flæmd burt í þjóðernisátökum 20. aldar, en patríarkinn er þar ennþá og telst vera „fremstur meðal jafningja“ í grísku kirkjunni.

Reglur kveða á um að hann skuli vera tyrkneskur þegn og starfa eftir tyrkneskum lögum, Bartólómeus þurfti meira að segja að gegna þjónustu í tyrkneska hernum.

Meðal Grikkja hefur lifað draumurinn um að endurheimta Konstantínópel, þeir reyndu það í stríði á árunum 1919-1922, en það endaði með skelfingu og gagnkvæmum þjóðernishreinsunum. Þessir draumar lifa enn í kvæðum og söngvum, en sem betur fer álíta flestir Grikkir þá vera óraunhæfa óra.

Bartólómeus er hingað kominn til að ávarpa ráðstefnuna Arctic Circle. Hann hefur látið sér umhverfismál varða og fengið heitið „græni patríarkinn“. Bartólómeus hefur verið patríarki síðan 1991, er vinsæll og virtur og hefur beitt sér fyrir samtali milli ólíkra trúarbragða.

Hann heldur gríska messu í Hallgrímskirkju á morgun klukkan 9.30.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“