Óeining er í þingflokki Viðreisnar varðandi stefnumál sem leggja eigi áherslu á í stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð og Benedikt Jóhannesson formaður flokksins spilunum svo þétt að sér að þingmenn og bakland flokksins er í myrkrinu varðandi stöðu viðræðnanna. Greint er frá þessu í DV í dag.
Þingmenn Viðreisnar segja við DV að staðan sé óþægileg, það sé lesið um það í fjölmiðlum um að sátt sé um meginlínur en þingmennirnir viti ekki hver staðan sé þegar kemur að mikilvægum málaflokkum.
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem orðuð hefur verið við ráðherrastól, vildi ekki tjá sig um deilurnar en sagði að hún væri óþreyjufull að sjá drög að stjórnarsáttmála til að hún gæti tekið efnislega afstöðu:
Mig er farið að lengja nokkuð eftir því og það er rétt að taka fram að þingmenn Viðreisnar eru ekki búnir að taka efnislega afstöðu til stjórnarsamstarfs.
Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is