Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir eru hætt í Bjarti framtíð. RÚV greinir frá þessu. Bæði Róbert og Brynhildur sátu á þingi fyrir flokkinn á síðasta kjörtímabili en þau gáfu ekki kost á sér fyrir síðustu kosningar, en þar á undan var Róbert í Samfylkingunni.
Þau segja bæði að ákvörðunin tengist ekki stjórnarmyndunarviðræðunum, en Björt framtíð á nú í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Róbert ætlar að snúa sér að fjölmiðlatengdum verkefnum og Brynhildur að verkefnum sem tengjast neytendamálum.