Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lætur Elliða Vignisson heyra það í nýjum pistli sínum. Ástæða þess eru vangaveltur Elliða um stjórnarmyndunar viðræðurnar á fésbókinni sinni sem við sögðum frá í gær. Þar ýjaði Elliði að því að vænlegra væri að vinna með Vinstri grænum.
Björn Valur Gíslason skrifar í pistli sínum:
Elliði Vignisson virðist ekki vera par ánægður með það hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins hefur spilað úr sínu og kennir Katrínu Jakobsdóttur um það. Það er merkileg niðurstaða í ljósi þess að Bjarni Benediktsson hefur hið minnsta í þrígang haft tækifæri á að boða fólk til viðræðna og alltaf hringt í frænda sinn og ekki viljað tala við aðra. Það er eiginlega alveg fokking ótrúlegt að Elliði Vignisson hafi ekki áttað sig á því.