fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Bjarni bjartsýnn á myndun ríkisstjórnar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Ben á þingiÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist í Valhöll í morgun klukkan 10:00 og fór Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, yfir stöðuna með þingmönnum sínum. Enda hafði þingflokkurinn ekki hist síðan fyrir jól. Þingmennirnir sem Eyjan.is talaði við voru allir þögulir sem gröfin og sögðu blaðamanninum bara að tala við Bjarna sjálfan.

Bjarni var í viðtali í hádegisfréttum RÚV í dag eftir fundinn og stuttu fyrir sinn annan formlega fund við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en hann byrjar klukkan 13:30.

Í hádegisfréttunum sagði hann ágætar líkur á því að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum, þótt enn standi mikilvæg atriði útaf. „Það var orðið tímabært að hitta þingflokkinn og fara yfir málin. Gott veganesti fyrir mig til að fara inní viðræðurnar.“

Aðspurður hvort Evrópumálin væru risamál í viðræðunum sagði hann svo ekki vera. Þá var hann spurður hverjir væru veikleikar svona ríkisstjórnar og hann sagði að meirihlutinn á þingi væri tæpur.

Varðandi mögulegt samstarf við Framsókn og Vinstri græna sagði Bjarni að hann hefði tjáð sig áður um það að Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn í að vinna með Framsókn í ýmisskonar mynstri. Hann benti á að sjálfstæðismenn hefðu einnig áður talað við Vg og ekkert komið útúr því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“