fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Gorbachev segir að svo virðist sem heimsbyggðin sé að undirbúa sig undir stríð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. janúar 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2017-01-27_09-30-08
Mynd/Getty

Í grein eftir Mikhail Gorbachev, fyrrum forseta Sovétríkjanna og höfundar bókarinnar The New Russia, sem birtist á vef Time.com í gær segir hann að svo virðist sem heimsbyggðin sé að undirbúa sig undir stríðsátök.

Í greininni segir hann að heimurinn glími við svo mörg vandamál í dag og að stjórnmálamenn virðist vera ringlaðir og viti ekki hvert skal stefna. Hann segir að stærsta vandamálið í dag sé hervæðing stjórnmálanna og nýtt vopnakapphlaup. Það verði að vera algjört forgangsverkefni að stöðva þessa þróun og snúa henni við því núverandi ástand sé alltof hættulegt.

Hann segir að á sama tíma og bæði NATO og Rússar fjölgi hermönnum, skriðdrekum og öðrum vígtólum í Evrópu þá eigi ríkisstjórnir í vanda við að fjármagna útgjöld til að standa undir lágmarksþörfum fólks.

„Stjórnmálamenn og herforingjar virðast verða sífellt herskárri og varnarmálakenningar sífellt hættulegri. Fréttaskýrendur og sjónvarpsfólk bætist í þennan herskáa hóp. Það er eins og heimurinn sé að undirbúa sig fyrir stríð.“

ImageHandler.ashx

Gorbachev rekur síðan samkomulag Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um fækkun kjarnorkuvopna og að á fundi stórveldanna í Genf í nóvember 1985 hafi leiðtogar ríkjanna orðið sammála um að ekki væri hægt að sigra í kjarnorkustríði og að slíkt stríð mætti aldrei há.

Hann segir að ógning af kjarnorkuvopnum virðist vera orðin staðreynd á nýjan leik og að samband stórveldanna hafi farið versnandi undanfarin ár. Talsmenn hernaðarhyggju og hergagnaiðnaðarins nuddi saman höndum af ánægju vegna þessa. Gorbachev segir að það verði að brjótast út úr þessari stöðu og taka upp pólitískar viðræður til að geta tekið sameiginlega ákvarðanir og aðgerðir.

„Í nútímaheiminu verður að gera stríð útlæg því ekki er hægt að leysa þau alþjóðlegu vandamál, sem við stöndum frammi fyrir, með stríði – ekki fátækt, ekki umhverfismál, flóttamannavandann, fólksfjölgun eða skort á auðlindum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 18 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn