fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Sjálfskaðandi hegðun íslenskra sósíaldemókrata

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson.

Víða á netinu eru vinstri menn að velta fyrir sér hversvegna tókst ekki að mynda vinstri stjórn. Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, kom fram og sagði Björn Val Gíslason, varaformann Vg, bera sök á því og visir.is greindi frá í gær. Þekkt er þegar Þór Saari sagði það Vg að kenna. Stefán Pálsson, Vg maður, kemur með einfaldari skýringu á því hversvegna ekki tókst að mynda vinstri stjórn. „Við því er sáraeinfalt svar. Aðalástæðan er sú að flokkar sem skilgreina sig til vinstri fengu ekki nema 20% atkvæða. Yfirlýstir miðjuflokkar fengu um 40% og flokkar sem ómögulegt er að skilgreina sem annað en hægriflokka fengu önnur 40%. Spurningin var því í raun aldrei hvort heldur hversu langt til hægri á skalanum stjórnin myndi enda,“ skrifar Stefán á fésbókarsíðu sína. Hann bendir á að þótt Vg hafi unnið sögulega séð góðan sigur þá voru úrslitin mjög dapurleg fyrir vinstri menn. Stefán er líklega að eyða einhverjum misskilningi um að það hlakki í honum vegna ófara sósíaldemókrata. „Þótt ég haldi með fjórðudeildarliði í enska boltanum, þá er sjálfseyðingarhvöt mín ekki slík að ég óski mér þess að lifa undir stjórn Bjarna Benediktssonar til þess eins að spæla Guðmund Andra Thorsson.“

En pistilinn sinn byrjar hann með eftirfarandi orðum: „Jæja, þá er þessi ríkisstjórn komin fram og hinar æsispennandi fréttir af lyklaskiptum í ráðuneytum að baki. Nú þarf maður að læra nöfn á nýjum ráðherrum og síðar nefndaformönnum þingsins. Vill til að ég er Framari og því alvanur að þurfa að leggja 1 stk. byrjunarlið á minnið í upphafi hverrar leiktíðar og jafnvel aftur í júlí-glugganum. Margir í kringum mig eru grútspældir með niðurstöðuna.“

Síðan kemur Stefán með ráð til íslenskra sósíaldemókrata um hvernig eigi að vinna fylgið aftur. Hann telur að sú taktík að sækja frekar á miðjuflokkanna heldur en að sækja að Vg, sé farsæl leið. Hann telur marga krata halda uppi vitlausri söguskýringu um stjórnarmyndunina sem segi efnislega að Björt framtíð og Viðreisn hafi ekki átt neitt val, heldur í raun neyðst til að mynda þessa stjórn. Hann telur slíka söguskýringu geta reynst krötum skaðleg.

Hann endar pistilinn með eftirfarandi orðum:

Svo kæru kratar! Farið nú fljótlega að skipta um plötu. Ekki mín vegna, heldur fyrir ykkur sjálf. Ég geri mér þó fullkomlega grein fyrir því að ég fer fram á mikið með því að biðja íslenska sósíaldemókrata um að láta af sjálfskaðandi hegðun.

Börkur Gunnarsson tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti