fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

„Samgönguráðherra kemur sterkur inn,“ segir Sigmundur Davíð

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Svei mér þá! Er maður ekki bara lentur í því að þurfa að hrósa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi. Samgönguráðherra (ofl.) kemur sterkur inn og sýnir skilning á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á fésbókarsíðu sína fyrir rúmri klukkustund síðan. En þess má geta að margir hafa gagnrýnt Jón Gunnarsson, sem er orðinn ráðherra yfir samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálum. Þar á meðal Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, sem lét þau orð falla um Jón Gunnarsson á Twitter að hann byrjaði ömurlega í starfi. Það var útaf því að Jón hafði látið hafa eftir sér að engin önnur lausn væri í stöðunni en að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.

Sigmundur Davíð er augljóslega mjög ósammála Gísla Marteini og finnst Jón Gunnarsson hafa byrjað vel.

Sigmundur Davíð heldur síðan áfram að tala um Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og núverandi ráðherra, í fésbókarfærslu sinni og segir: „Vonandi nær hann saman við Framsókn og flugvallarvini í borginni um enduropnun neyðarbrautarinnar. Svo virðist utanríkisráðherrann gefa til kynna að hann muni halda áfram vinnu forveranna við að nýta Brexit og breytingar á ESB. Nú er bara að vona að aðrir í stjórnarflokkunum leyfi þeim að ná árangri í þessum málum.“

Börkur Gunnarsson tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti