fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Ögmundur hefur syrpu opinna borgarafunda: „Ég er ekki búinn að gefa upp mína pólitísku önd“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna mun halda fyrirlestur í Iðnó um alþjóðlega viðskiptasamninga á laugardaginn, fyrirlesturinn mun hefja syrpu opinna borgarafunda um málefni samfélagsins. Fundurinn hefst á hádegi og stendur í klukkutíma. Ögmundur segir í samtali við Eyjuna að fjallað verði um alþjóðlega viðskiptasamninga sem eru nú á vinnsluborðum víða um veröldina og í fyrirlestrinum muni hann færa rök fyrir því að þeir skipti okkur öll máli og eigi að koma okkur öllum við:

Markmiðið með þessum fundi er að örva og skerpa á gagnrýnni hugsun, og meðvitund okkar á mikilvægi þeirra samninga. Þeir mega ekki gerast einhversstaðar fyrir utan okkar heim, við verðum að skilja þá og hafa áhrif á þá. Þetta er ekkert einsdæmi hér að verið sé að efna til umræðna um mál af þessu tagi því það er alltastaðar í Evrópu og í Bandaríkjunum einnig eru menn að vakna til vitundar um mikilvægi þessarra samninga,

Ögmundur_fundursegir Ögmundur. Meðal viðskiptasamninga sem verða á dagskrá eru TiSA, T-TIP, samningarnir sem byggðust á gömlu þjónustusamningunum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin gekk fyrir, ásamt NAFTA samningum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem og samningar Bandaríkjanna yfir Kyrrahafið, sem Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vill setja skorður á:

Þessir samningar taka á öllu regluverki viðskiptaumhverfisins og geta haft gríðarleg samfélagsleg áhrif. Fundurinn hefur það að markmiði að skerpa á sýn okkar á þessa þróun.

Ögmundur segir að vissulega hafi viðskiptasamningar þegar haft mikil áhrif á íslenskt samfélag, en með þessum nýjum samningum sé dýpkað verulega á viðskiptasamstarfi þjóða og þegar það sé gert þá skipti miklu máli að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, en margir efist um að svo sé.  Ögmundur hætti á þingi í haust en hann er fjarri því hættur að láta að sér kveða í stjórnmálum:

Ég ákvað að stíga út úr þingsalnum en ég er ekki búinn að gefa upp mína pólitísku önd og þetta er liður í því að halda áfram slíku starfi.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti