fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Fimmta fórnarlamb hryðjuverksins í Stokkhólmi er látið: Hafði áður sloppið frá hnífaárás í sænskum skóla

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 30. apríl 2017 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maria Kide lést af meiðslum sínum á föstudag. Fjöldi látinna eftir hryðjuverkið í Stokkhólmi 7. apríl er þar með kominn í fimm manns. Fjöldi annarra lifir bæði við líkamleg og andleg sár.

Á föstudag lést sænska kennslukonan Maria Kide af meiðslum sem hún hlaut þegar íslamistinn Rakhmat Akilov ók flutningabíl á gangandi vegfarendur á Drottningar-göngugötunni í miðborg Stokkhólms höfuðborgar Svíþjóðar. Árásin var gerð föstudaginn fyrir páska. Maria Kide er fimmta manneskjan sem týnir lífi eftir þetta mannskæðasta hryðjuverk í sögu Svíþjóðar.

Þetta var í annað sinn á lífsleiðinni sem Kide upplifði það að verða fyrir hryðjuverki. Þann 22. október var hún við störf í Kronan-framhaldsskólanum í Trollhättan þegar 21 árs gamall sænskur maður réðst þar inn vopnaður hnífum og sverði og myrti þrjár manneskjur. Hann valdi fórnarlömb sín eftir kynþætti og reyndi að drepa fólk af erlendu bergi brotið. Maria Kide komst frá þeirri árás án þess að verða fyrir líkamstjóni. Hún starfaði áfram sem kennari við Kronan-framhaldsskólann allt til þess að hún varð fyrir flutningabílnum í Drottningargötu.

Maria Kide varð 66 ára gömul og átti að baki feril sem kennari og sveitarstjórnarfulltrúi fyrir flokk umhverfissinna.

Sjá einnig frétt: Þetta er Ebba Åkerlund, hún var 11 ára.

Djeno Mahic rektor við Kronan-framhaldsskólann hefur birt minningarorð um Mariu á Facebook. Þar lýsir hann henni sem einlægri og góðri manneskju sem ávallt barðist gegn hvers konar öfgum. Færsla hans er í dag birt í heild á vefsíðu Göteborgposten.

Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir. Ljósm.: DV/Sigtryggur Ari.

Þess má svo geta að í helgarblaði DV er viðtal við Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur. Hún er 21 ár gömul námskona og var stödd á Drottningargötu þegar hryðjuverkárásin var gerð þar 7. apríl síðastliðinn.

Þar lýsir Birna því hvernig upplifun það er að verða fyrir slíku, alvarlegum eftirköstum þess og áhrifum. Hún glímir nú við óttatilfinningu og á erfitt með að vera ein.

 

Viðtalið við Birnu Hrönn má lesa á vef DV með því að smella hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk