fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Dr. Ólafur Ísleifsson: Líkir sölu Vífilsstaðalandsins við gjöf Reykjavíkurborgar á moskulóðinni í Sogamýri

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 22. apríl 2017 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ísleifsson furðar sig á sölu ríkisins á Vífilsstaðalandinu til Garðabæjar.

Dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður og lögmaður ræddu meðal annars um sölu ríkisins á Vífilsstaðalandinu svokallaða til Garðabæjar, í upphafi reglulegs föstudagssíðdegisþáttar þeirra á Útvarpi Sögu í gær.

Eins og greint var frá á Eyjunni á fimmtudag, þá skrifuðu Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra og Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar undir samning á sölu Vífilsstaðalandsins frá ríkinu til Garðabæjar. Um er að ræða 202,4 hekt­ara land í kring­um Víf­ilsstaðasp­ítala, nú­ver­andi golf­vall­ar­svæði GKG, friðland í Víf­ilsstaðahrauni, Rjúpna­hæð á móts við Kjóa­velli sem og svæði aust­an Víf­ilsstaða. Húseignir ríkisins eru undanskildar samningnum. Kaup­verðið er 558,6 millj­ón­ir kr. 99,3 millj­ón­ir voru greiddar við und­ir­rit­un samn­ings­ins og greiða á eftirstöðvarnar fyrir aprílmánuð 2025.

Landið var áður í umsjón Landspítalans en fjármálaráðuneytið tók lóðina til sín árið 2014. Salan hefur meðal annars verið harðlega gagnrýnd af Páli Mattíassyni forstjóra Landsspítalans.

Í þættinum hóf Pétur að ræða söluna á Vífilsstaðalandinu:

…þar sem ríkið er að selja mjög stórt landsvæði fyrir mjög lága upphæð segja allir, á gjafverði. Hvað er að gerast þarna? Þeir geta alveg borgað fullt verð fyrir þetta Garðbæingar, af hverju eru þeir ekki látnir borga fyrir þetta?

Dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur svaraði:

Það er þarna svigrúm til þess að reisa umtalsverða íbúðabyggð. (Pétur: Já, já). Þetta söluandvirði er það sem kannski fengist fyrir 20 íbúðahúsalóðir. (Pétur: Þetta er ekki mikið. Þarna er hægt að reisa sko…). Hvaða ráðstöfun á opinberum eigum er þetta? Var útboð?

Pétur Gunnlaugsson sagði að alþingi hlyti að láta málið til sín taka þar sem samkvæmt 40. greinar stjórnarskrárinnar verði að vera lagaheimild til þess að selja fasteignir ríkisins.

Hvers konar eiginlega aðferð er þetta til að ráðstafa eignum ríkisins?

spurði Ólafur.

Pétur:

Af hverju þurfa þeir að fá þetta á svona lágu verði?

Ólafur:

Þeir geta selt út úr þessu lóðir fyrir margfalda þessa fjárhæð.

Pétur Gunnlaugsson benti á að mat fasteignasala á verðmæti landsins væri margfalt á við söluverðið. Það hefði verið metið upp á þrjá milljarða.

Fasteignasali hefur metið þetta. Sumir segja að þetta sé upp á fimm miljarða. Við skulum halda okkur við þrjá milljarða, gott og vel. Það er einn sjötti af kaupverðinu. Það gengur ekki.

Ólafur:

Það verður að spyrja, hvaða viðnám er í kerfinu gagnvart svona? Sætir svona eftirliti þingnefndar, ríkisendurskoðunar, hvað?

Pétur:

Ja ég meina, þingið verður bara að stöðva þetta nema þeir telji að þeir hafi heimild kannski í fjárlögum eða einhvers staðar, að það liggur einhvers staðar heimild til að selja þessa jörð á þessu verði.

Ólafur Ísleifsson sagði söluna á Vífilsstaðalandinu minna á annað mál sem hann mætti til með að nefna í þessu samhengi.

Það eru nú ekki allir sem eru ánægðir með það en það var nú hérna lóð í Sogamýri sem stóð til að afhenda ákveðnum félagsskap á mjög hæpnum lagalegum forsendum, eins og tveir mjög mikilsmetnir lögfræðingar hafa sérstaklega tekið sig fram um það að benda á, að í raun og veru hefði sveitarfélagið ekki heimild til ráðstöfunar á eignum með þeim hætti sem þarna stóð…Þessi tvö mál eru skyld að þessu leyti að þau fjalla um ráðstöfun á eignum almennings. Annars vegar ríkiseign sem er verið að tala þarna um, Vífilsstaðalandið. Hins vegar eign borgarbúa sem er þessi lóð þarna í Sogamýrinni.

Pétur sagði að vonandi fengi almenningur einhverjar skýringar á sölu Vífisstaðalandsins til Garðabæjar.

Það er búið að skrifa undir þennan gjörning, og ríkið er búið að semja við Garðabæ um að selja sveitarfélaginu fyrir þessa upphæð, þetta stóra landsvæði. Og þetta er ekkert bara venjulegt landssvæði. Þetta er glæsilegur staður.

Pétur Gunnlaugsson benti einnig að Landsspítalinn ætti mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli. Til umræðu hefði verið að reisa nýjan Landsspítala í Vífilsstaðalandinu. Nú yrði það ekki gert. Varðandi það sagði Ólafur Ísleifsson:

Einn þeirra sem hefur dreymt um nýjan Landsspítala í Vífilsstaðalandi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra. Hann birti á sínum tíma þessa mynd með grein um málið og sagði að svona gæti nýr Landspítali við Vífilsstaði litið út í fögru umhverfi samkvæmt teikningu C.F. Möller .

Menn hafa náttúrulega barið höfðinu við steininn varðandi staðarval á Landsspítalanum. Það að velja Landspítalanum framtíðarstað þarna við Hringbraut, það er nátturulega bara glóðulaus vitleysa og þetta vita það allir. Það eru ekki allir sem vilja viðurkenna það. Það eru fleiri sem viðurkenna það í leyni og í kyrrþey heldur en þeir sem eru tilbúnir að gera það upphátt, en þetta er náttúrulega alveg glórulaus vitleysa. Af mörgum ástæðum. Þetta er náttúrulega langt frá hinum landfræðilega miðpunkti höfuðborgarsvæðisins svo að það fyrsta sé tekið. Í annan stað að þá er aðkoma þarna vegna umferðar, hún er náttúrulega ófullnægjandi með öllu og ekki séð hvernig hægt er að bæta úr því með fullnægjandi hætti. Og svona má áfram telja, líka nálægðin við flugvöllinn. Þú getur farið og „gúgglað“ eins og það heitir spítalabyggingar í Danmörku. Þær eru náttúrulega reistar upp í loftið þannig að sjúklingar séu fluttir á milli hæða í lyftum, á milli deilda í lyftum, en þeim sé ekki ekið í lágreistum byggingum eftir löngum göngum. Byggingum sem þurfa að vera lágreistar bara af því að þær eru þarna ofan í flugvelli.

Pétur velti upp þeirri spurningu hvort hér hefði með þessum landssölugjörningi ekki verið búin til leið fyrir stjórnmálamenn að þvinga fram þá lausn að Landsspítalinn verði áfram við Hringbraut.

Hér má hlusta á þáttinn sem var í fyrri hluta síðdegisútvarps Sögu í gær 21. apríl. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi