Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það hag bæði Evrópusambandsins og Bretlands ef fríverslun héldi áfram í núverandi ástandi. Guðlaugur Þór hefur verið á ferðalangi um Evrópu undanfarið, hefur hann meðal annars heimsótt Brussel og Berlín, sem og að funda með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands.
Sagði Guðlaugur Þór í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að það myndi hafa slæm áhrif ef Evrópusambandið myndi reyna að refsa Bretum fyrir að yfirgefa sambandið með því að setja upp tollamúra:
Það verða engir sigurvegarar ef við setjum upp tollamúra. Ég held að það sé augljóst að það eigi að halda uppi merki fríverslunar í Evrópu, líkt og staðan var fyrir.
Kallaði Guðlaugur Þór eftir meiri sveiganleika frá Brussel:
Það eru nú samstarf á mörgum sviðum í Evrópu, ESB, EES, EFTA, Schengen, evran, NATO, það er eðlilegt að ef ein þjóð vill yfirgefa eitt af þessum samstarfsvettvöngum en vill halda áfram á öðrum þá yrði það í hag allra.