fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Eyjan

Rússneskar sprengjuflugvélar rufu bandaríska lofthelgi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk F-22 orustuþota fylgir rússneskri Tu-95 sprengjuflugvél.

Í fyrsta skipti frá því að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar síðastliðinn hefur rússneski flugherinn ögrað Bandaríkjamönnum með flugi sprengjuflugvéla nálægt bandarískri lofthelgi. Það hefur ekki gerst síðan 4. júlí 2015. Fox greinir frá.

Tvær rússneskar Tu-95 sprengjuflugvélar flugu í 160 kílómetra fjarlægð frá Kodak eyju í Alaska, í 450 kílómetra fjarlægð frá Elmendorf herflugvellinum. Vélarnar flugu inn á svæði sem bandaríski flugherinn skilgreinir sem svokallað Air Defense Identification Zone eða svæði þar sem flugvélar eiga að gera grein fyrir sér.

Bandaríski flugherinn sendi tvær F-22 orustuþotur og E-3 loftvarnareftirlitsvél til að fljúga í mót við rússnesku sprengjuþoturnar. Bandarísku þoturnar flugu samhliða þeim rússnesku í 12 mínútur uns Rússarnir sneru við aftur til heimahaganna.

Þetta á sér stað á tíma þar sem samskipti Bandaríkjanna og Rússlands eru með versta móti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna var í Moskvu í síðustu viku og þá sendu Rússar þrjár sprengjuflugvélar í japanska lofthelgi auk þess sem njósnaflugvél flaug nálægt Japan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar