fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Ásmundur Friðriksson: Frítekjumarkið hækkað í 50 þúsund krónur um næstu áramót

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 8. apríl 2017 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður.

Reykjanes sendi þingmönnum þrjár spurningar og bað þá um svör. Þingmenn í Suðurkjördæmi eru 10. Athyglisvert að sumir svara ekki. Hér koma svör Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks.

Fyrir liggur að ekkert auka fjármagn verður sett í lagfæringar á Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg á þessu ári.Fleiri vegi á Suðurnesjum þarfnast mikilla endurbóta. Er hægt að sætta sig við að þessi fjölfarnasti ferðammastaður landsins þurfi áfram að bíða?

Á þessu ári eða nánar tiltekið í næsta mánuði verða boðin út tvö hringtorg við gatnamót Vesturbrautar og Þjóðbrautar á milli Rósaselstorgs og Stekks sem auka öryggi og flæði umferðar verulega. Unnið er að sérstakri úttekt á bættu öryggi Grindavíkurvegar og eiga að liggja fyrir tillögur til úrbóta á næstu vikum og er fyrirhugað að fara þegar í þær endurbætur til bráðabrigða sem nauðsynlegar eru til að bæta öryggi á Grindavíkurvegi og síðan verð farið í hönnun vegarins og endurbyggingu svo fljótt sem verða mál. Vegna þessara mála er mikilvægt að þakka áhugahópum í Reykjanesbæ og Grindavík fyrir baráttu þeirra fyrir auknu umferðaröryggi á Suðurnesjum.

Þá er að hefjast vinna við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar rétt austan við Straum. Þá er viðhaldsáætlun Vegagerðarinnar og fá vegir á Suðurnesjum úr þeim einnig úr þeim. En það þarf aukið fjármagn til þess að við náum í skottið á okkur í viðhaldi og áframhaldandi uppbyggingu innviða og vegakerfis. Þess vegna hefur samgönguráðherra rætt um nýjar leiðir til gjaldtöku til að hraða uppbyggingu. Tillögur munu liggja fyrir á næstu vikum og mánuðum og þá hægt að ræða þá kosti sem upp kunna að koma en tillögurnar miða að því að kostnaðurinn verði aldrei meiri en það hagræði, styttri ferðatími og öryggi sem vegfarendur fá af framkvæmdinni

Misserum saman hefur verið rætt um að innheimta gjald af þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem kemur til landsins til að standa undir hluta kostnaðar við uppbyggingu vegakerfis og aðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum. Rætt hefur verið um ferðamannapassa, vegatolla, hækkun á gistináttaskatti, komugjöld o.fl. en ekkert gerist.

Hvaða leið vilt þú fara?

Ég hef lengi talað fyrir gjaldtöku ferðamanna  þar sem greitt er eitt gjald inn í landið. Þá leið á ekki að fara samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar og kynntar voru í vikunni, þ.e.a.s. hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna úr 11%  í 22,5% í júní 2018. Ferðaþjónustan mótmælir hækkuninni en með henni fer greinin á sama stað og aðrar greinar atvinnulífsins utan matvöru og veitingastaði. Hækkunin mun þegar hún kemur til framkvæmda hækka ferðakostnað ferðamanns til Íslands um 4,5% samkvæmt upplýsingum sem gefnar voru við kynningu á breytingunni. Hækkunin á aðeins að slá á fjölgun ferðamanna og hafa áhrif til lækkunar gengis krónunnar sem er  of hátt fyrir allar útflutningsgreinar þar með talið ferðaþjónustan. Það er þó óvist að það hafi mikil áhrif á lækkun gengis krónunnar en vextir ættu skilyrðislaust að lækka í kjölfarið.

Vegtollar eða gjaldtaka vegna flýtingu framkvæmda við vegakerfið eru í skoðun en það er alveg ljóst að ef flýta á uppbyggingu vegakerfisins jafnframt því að við leggjum áherslu á viðhald og áframhaldandi uppbyggingu vegakerfisins á landsbyggðinni verður að koma til aukið fjármagn og við verðum að finna leiðina til þess. Það er annaðhvort með sérstökum tekjum eða hækka skatta. Ráðgjafanefnd er að störfum sem skilar af sér á næstu vikum eins og segir í fyrra svari mínu.

Eldri borgarar eru hvattir til þátttöku í atvinnulífinu t.d. með því að taka að sér hlutastarf. Á sama tíma eru frítekjumörk sett í 25. Þúsund krónur á mánuði. Eftir það verður 45% skerðing á greiðslum frá TR, þannig að viðkomandi heldur eftir skatta aðeins um 30% launanna.

Er þetta ásættanlegt?

Kerfisbreytingin sem gerð var um síðustu áramót var ásættanleg og Landssamtök eldri borgara lögðu mikla áherslu að hún næði fram. Þá lá fyrir vegna mikils kostnaðar við kerfisbreytinguna að með henni lækkaði frítekjumark atvinnutekna úr rúmum 100,000 kr. á mánuði í 25.000 en 25.000kr. frítekjumark og 45% skerðingahlutfall var tekið upp á lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur. Þá lá fyrir að breytingin var kostnaðarsöm en að sama skapi sagt að við fyrsta tækifæri verði frítekjumark atvinnutekna hækkað. Samkvæmt 5 ára ríkisfjármálaáætlun og stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar verður frítekjumarkið hækkað í 50,000 kr. um næstu áramót og verður orðið 100.000 kr. við lok kjörtímabilsins. Það er gríðarlega mikilvæg skref og ég tek undir það sem kemur fram í spurningunni að atvinnuþátttaka eldri borgara er afar mikilvæg og því nauðsynlegt að stíga þessi skref að hækkuðu frítekjumarki sem fyrst.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið