fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Stokkhólmslögreglan: Tilræðismaður ófundinn – Reyna að hindra fleiri ódæðisverk

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkrabílar í Drottningsgatan fyrr í dag.

Lögreglan í Stokkhólmi ásamt yfirmönnum sænsku öryggislögreglunnar blaðamannafund sem lauk laust fyrir klukkan 16 að íslenskum tíma. Fundurinn var stuttur og greinilegt að lögreglan vill ekki segja of mikið á núverandi stundu.

Þar kom eftirfarandi fram:

  • Lögreglan hefur rætt við ökumanninn sem hafði þann starfa að aka vörubílnum dags daglega. Það hefur ekki tekist að hafa hendur í hári þess sem ók bílnum í árásinni. Bílnum var stolið.
  • Lögreglan vill ekki staðfesta hve margir eru látnir eða slasaðir.
  • Vita ekki hvort vænta megi fleiri árása. Verið að skoða hvort ástæða sé til að auka viðbúnað gegn hryðjuverkum.
  • Hafa hvatt lögreglu um gervalla Svíþjóð að sýna árvekni. Aukin varðstaða á mikilvægum stöðum.
  • Kemur ekki á óvart að þessi árás var gerð. Lögreglan hefur æft viðbrögð við þessu en það voru engar vísbendingar um að árás stæði nú fyrir dyrum í Stokkhólmi.
  • Allt tiltækt lið sérfræðinga hefur nú verið kallað út, þar með taldar sprengju- og þyrlusveitir. Leitað er að tilræðismanni. Lögreglan lýsir eftir manni og á fundinum var sýnd mynd af honum sem tekin var í dag.  Lögreglan segist ætla að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir fleiri hugsanlegar árásir í kvöld eða nótt. Aðspurðir sögðu fulltrúar lögregluyfirvalda að herlið hefði ekki verið kallað út.
  • Myndin sem Stokkhólmslögreglan hefur nú dreift af hinum eftirlýsta.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið