fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Skipstjórinn hljóp frá á ögurstundu, lét sig hverfa og virti starfsfólk ekki viðlits en ræðir svo hagsmuni launafólks

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. apríl 2017 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólkið hér var að störf­um alla vik­una og lagði sig fram án þess að fá laun né skýr­ing­ar á stöðunni. Full­mönnuð rit­stjórn af góðu fólki með vilja til að halda áfram að gefa út blað og leggj­ast á ár­arn­ar þó rekst­ur­inn væri erfiður,“ segir Þóra Tómasdóttir ritstjóri Fréttatímans í færslu á fésbókinni. Hún segir vikuna hafa verið sorglega.

Þá vandar hún Gunnari Smára Egilssyni, útgefanda blaðsins og meðritstjóra hennar, ekki kveðjurnar:

„Við reynd­um ít­rekað að ná í út­gef­anda blaðsins í vik­unni og boðuðum hann á fund sem hann varð ekki við. Það skýt­ur skökku við þegar skip­stjór­inn hleyp­ur frá á ög­ur­stundu, læt­ur sig hverfa og virðir ekki sam­starfs­fólk viðlits þegar það hef­ur ekki fengið greidd laun. Á sama tíma sá hann sér fært að ræða við fjöl­miðla um stofn­un nýs stjórn­mála­flokks sem hygg­ist berj­ast fyr­ir völd­um og hags­mun­um launa­fólks í land­inu. Starfs­mönn­um Frétta­tím­ans var ekki skemmt,“ segir Þóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið