fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Bjarni: Íslendingar þurfa tvímælalaust að undirbúa sig fyrir árásir á almenna borgara

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 7. apríl 2017 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Íslendingar þurfi tvímælalaust að gera það sem þeir geti til að undirbúa sig fyrir þann möguleika að ráðist verði á almenna borgara. Sagði hann í samtali við RÚV að hann væri sleginn yfir árásinni í Stokkhólmi í dag og að hugur Íslendinga væri hjá Svíum vegna atburðanna í dag þar sem vörubíl var ekið inn í mannfjölda í miðborg Stokkhólms.

Það er nýr veruleiki fyrir okkur að sjá ráðist svona á fólk með þessum ósvífna hætti í höfuðborgum Norðurlandanna og það er mjög ógnvekjandi fyrir okkur öll,

sagði Bjarni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng á Twitter og sagðist sorgmæddur:

Við stöndum með vinum okkar og nágrönnum í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið