fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Illugi sendir Valgerði tóninn: „Ég kaupi ekki slíkt minnisleysi!“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Sverrisdóttir og Illugi Jökulsson. Samsett mynd/DV

„Ég ætla ekkert að bregðast við þessu. Hvernig á maður að muna það sem gerðist fyrir svona mörgum árum? Ég bregst bara ekki við þessu,“

sagði Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra í samtali við Fréttablaðið í dag þegar hún var spurð um fundinn sem Benedikt Sigurðarson greindi frá í gær. Líkt og Eyjan greindi frá sagði Benedikt að hann hafi fundað með Valgerði árið 2003 og greint henni frá því að franski bankinn Société Générale hefði aldrei haft í hyggju að fjárfesta í Búnaðarbankanum og að þóknunargreiðsla til bankans frá Samvinnutryggingum hafi verið send til félags í Lúxemborg í eigu Ólafs Ólafssonar. Sagði Benedikt að Valgerður hafi skellt hurðum á þá.

Illugi Jökulsson rithöfundur segir að tvennt komi til greina, annað hvort sé Valgerður að ljúga eða að hún hafi verið vanhæf til að gegna ráðherraembætti:

Nú er mér nóg boðið. Látum vera þó hún segist ekki hafa haft hugmynd um „lundafléttuna“,

segir Illugi í pistli á Stundinni og vísar til fléttu Ólafs Ólafssonar við kaupin á Búnaðarbankanum, Illugi bætir við:

En að viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins í miðju mikilvægasta verkefni Framsóknarflokksins MUNI ÞAÐ EKKI að nokkrir fulltrúar Framsóknarflokksins hafi komið á fund og lýst efasemdum um siðferði annarra Framsóknarmanna – nei, Valgerður, þú fyrirgefur fjórtán sinnum, en ég kaupi ekki slíkt minnisleysi!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið