fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks segir liðhlaupa úr Viðreisn „hlaupa út undan sér eins og kálfar á vordegi við minnsta goluþyt“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar og Jón Magnússon fyrrum þingmaður.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað fyrir skömmu að Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar stigi til hliðar þegar nefndin fjallar um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþings um einkavæðingu Búnaðarbanka. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, verður framsögumaður nefndarinnar og hefur umsjón með umfjöllun nefndarinnar um þetta mál.

Gripið var til þessarar ráðstöfunar vegna þess að Brynjar var eitt sinn verjandi Bjarki Diego sem gegndi stóru hlutverki í gerð leynilegra baksamninga vegna kaupa Ólafs Ólafssonar og fleiri á Búnaðarbankanum.

Ekki eru allir jafn hrifnir af þessari ráðstöfun og segir Jón Magnússon lögmaður og fyrrum Alþingismaður segir á bloggsíðu sinni að:

Stjórnarbylting var gerð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þegar meirihluti nefndarmanna ákvað að formaður nefndarinnar Brynjar Níelsson væri vanhæfur til nefndarformennsku í ákveðnu máli vegna þess að hann var verjandi manns við lögreglurannsókn áður en hann settist á þing.

Hann segir Jón Steindór, fulltrúa Viðreisnar í nefndinni hafa gengið í lið með stjórnarandstæðingum eftir að þingmaður Vinstri grænna hafi „gelt“ í fjölmiðlum og á þar væntanlega við Svandísi Svavarsdóttur.

Þetta eru að mati lögmannsins forkastanleg vinnubrögð og að griður hafi verið rofinn milli stjórnarflokkanna sem einungis hafa eins þingmanns meirihluta á Alþingi. Jón segir að fátt annað sé í stöðunni fyrir Brynjar en að segja af sér.

Margir hafa haft orð á því að það sé undarlegt að Brynjar sé látinn gjalda fyrir það að hafa varið Bjarka Diego og Jón segir að það sé dæmi um vanþekkingu þingmanna á hlutverki verjanda í opinberu sakamáli.

Verjandi í sakamáli er skipaður af hinu opinbera og hann samsamar sig ekki með skjólstæðingi sínum og þarf ekki að hafa samúð með honum eða gjörðum hans nema síður sé. Hlutverk verjandans er að færa fram þá bestu vörn fyrir skjólstæðing sinn sem hann hefur framast vit og þekkingu til. Annað hlutverk hefur hann ekki,

segir Jón.

Þingmaðurinn fyrrverandi segir að lokum að Sjálfstæðisflokknum sé ekki stætt á að starfa með flokkum á borð við Viðreisn þar sem þingmenn „hlaupa út undan sér eins og kálfar á vordegi við minnsta goluþyt“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið