fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Fjármálastefnan samþykkt – Bjarni: Mögulega ekki nógu aðhaldssöm

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Fjármálastefna stjórnvalda til ársins 2022 var samþykkt á Alþingi í dag með 30 atkvæðum gegn 27. Hart var tekist á um stefnuna á þingi, sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að mögulega væri hún ekki nógu aðhaldssöm en leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu ekki víst að hún myndi skila árangri. Hér má lesa fjármálastefnuna.

„Sú fjármálastefna sem hér er mörkuð til næstu fimm ára endurspeglar mjög góðar horfur í íslenskum efnahagsmálum. Við munum sjá að hagsveiflan verður nýtt til að stórbæta skuldastöðu ríkisins. Við munum áfram reka ríkið með afgangi, sem er ekki sjálfsagður hlutur í Evrópu í dag eins og margir þekkja,“

sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á þingi í morgun, bætti Bjarni við:

Eitt sem við ættum að minnsta kosti að vera sammála um það er að ef eitthvað er þá er þessi fjármálastefna mögulega ekki nægjanlega aðhaldssöm miðað við aðstæður.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði stefnuna hóflega millileið. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna  sagði stefnuna ekki verða langlífa og gagnrýndi stjórnarmeirihlutann fyrir að „hrúga inn varamönnum“ til að samþykkja stefnuna. Katrín Jakobsdóttir formaður VG útgjaldaþak stefnunnar þegar hún gerði grein fyrir sínu atkvæði:

Hér er því mjög aðhaldssöm hægri sinnuð fjármálastefna á ferð þar sem um leið er ekki nægjanleg vissa fyrir því að stefnan skili þeim árangri sem til er ætlast. Ekki er tekið tillit til þeirrar uppsöfnuðu fjárfestingarþarfar sem er í samfélaginu.

 

Afhjúpar Viðreisn og Bjarta framtíð

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sakaði Viðreisn og Bjarta framtíð um kosningasvik:

„Þessi stefna staðfestir svik við kosningaloforð flokkanna sem gefin voru í haust hún afhjúpar líka flokkana tvo Bjarta framtíð og Viðreisn sem hafa nú endanlega fellt grímuna og birtast bara sem klassískir hægri flokkar.“

Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins sagði stefnuna of aðhaldssama:

Þessi stefna er að mati okkar Framsóknarmanna ekki sú skynsamlega blandaða hagstjórn sem þarf að beita á þessum tíma. Við gerum okkur vel grein fyrir að við erum á erfiðum stað í hagsveiflunni. Við verðum hins vegar að fara í nauðsynlegar fjárfestingar. Nú er til að mynda tækifæri til að að vega á móti þenslunni og fara í verulegar fjárfestingar út á landi, á landsbyggðinni, þar sem þenslan er minni, þar sem hagvöxturinn var ekki 7,2% á síðasta ári. Við teljum að þetta sé of aðhaldssöm stefna. Við teljum að hún sýni athafnaleysi sem er líka pólitík hægri mennskunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið