fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Breytingar hjá Fréttatímanum – Er Gunnar Smári að hætta?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári Egilsson, stærsti eigandi útgáfufélags Fréttatímans og útgefandi miðilsins, mun hætta afskiptum af Fréttatímanum. Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahópinn.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og hefur blaðið þetta eftir heimildum. Þar segir að tilkynnt verði um breytt eignarhald á næstu dögum.

Fundur var haldinn með starfsmönnum í gær þar sem framtíð útgáfunnar var rædd. Eins og komið hefur fram hefur rekstur útgáfunnar verið þungur og vakti það til dæmis athygli fyrir skemmstu þegar Gunnar Smári tilkynnti um stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar. Markmiðið var að skapa félagsskap fólks sem vildi efla frjálsa og óháða blaðamennsku á Íslandi.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sumir starfsmenn hafi ekki fengið greidd laun á réttum tíma um mánaðarmótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið