fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Segir félag Ólafs Ólafsonar hafa fengið þóknun Samvinnutrygginga: Valgerður skellti hurðum

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Benedikt Sigurðarson fyrrverandi stjórnarmaður í Samvinnutryggingum segir að þóknunargreiðsla Samvinnutrygginga, vegna ráðgjafar franska bankans Société Générale við kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003, hafi verið greidd til félags í eigu Ólafs Ólafssonar. Í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Benedikt, sem var stjórnarformaður KEA árið 2002 sem var hluti af Kaldbaki sem gerði tilraun til að kaupa hlut í Búnaðarbankanum en laut í lægra haldi fyrir S-hópnum á sínum tíma, að efasemdir hafi vaknað um að Société Générale ætlaði sér í raun að kaupa Búnaðarbankann:

Það er yfirleitt ekki þannig að einhver minniháttar útibússkrifstofa komi fram fyrir hönd stórs banka af þessu tagi til að kaupa banka í öðru ríki,

segir Benedikt en fulltrúar Société Générale, þeir Ralf Darpe og Michael Sautter, unnu báðir í útibúi bankans í Frankfurt í Þýskalandi en ekki í höfuðstöðvum bankans í París. Líkt og fram kom í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fékk Société Générale 300 milljónir í þóknun fyrir ráðgjafarstörf, minnir Benedikt að hlutur Samvinnutrygginga hafi verið rúmar 60 milljónir króna:

Þegar ég kom svo inn í stjórn spurðist ég sérstaklega fyrir um á grundvelli hvaða gagna hefðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi stjórnarinnar. Á þessum sama fundi lá fyrir ársreikningur frá 2002 þar sem var ótrúlega há upphæð í einhverjar þóknanir og ég óskaði sundur­liðunar á þeim. Ég fékk þá upplýst að þetta væru þóknanir til félags með skrýtnu nafni í Lúxemborg. Þegar ég spyr hvers vegna þetta sé ekki greitt til Société Générale fæ ég þau svör að það sé vegna þess að Ólafur Ólafsson hafi verið milligöngumaður og hann hafi tekið við þessari greiðslu,

segir Benedikt. Þegar þetta lá fyrir greindu fulltrúar Kaldbaks Valgerði Sverrisdóttur, þá iðnaðar- og viðskiptaráðherra, frá þessu:

Hún skellti á okkur hurðum og sakaði okkur um að við værum að bera sakir á aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda