fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Kári vill að Bjarni kveði niður kjaftasögurnar: „Þú verður að taka þig saman í andlitinu“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

„Þér virðist standa of mikið á sama, í það minnsta í samanburði við frelsishetjurnar sem við viljum bera forsætisráðherra okkar saman við.“ Þetta segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar í opnu bréfi til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar greinir Kári frá fjórum gróusögum sem eiga það sameiginlegt að tengjast Bjarna og biðlar til hans að útskýra málið.

Íslendingar standa á öndinni

Kári segir að þögn Bjarna um mikilvæg mál og yfirlýstur vilji hans til að gleyma þeim bjóði þeim misskilningi heim.
„Þú verður að taka þig saman í andlitinu og leiðrétta þetta vegna þess að þú ert í hjarta þínu hlýr maður og vilt ekki að þjóðin þín sé þjökuð af áhyggjum og angist sem á rætur sínar í misskilningi.“

Kári tekur sem dæmi að nú standi Íslendingar á öndinni yfir því hvernig S-hópurinn plataði Búnaðarbankann út úr þjóðinni og fylgdi honum síðan inn í Kaupþing og notaði aðstöðu sína þar til þess að fylla vasa sína fé, meðal annars með því að blekkja heiminn til þess að trúa því að bankinn stæði betur en raun bar vitni, ef marka má Hæstarétt Íslands.

Einhvern veginn finnst þjóðinni eins og þú látir þér þessa sögu í léttu rúmi liggja og hafir ekki séð ástæðu til þess að fordæma verknaðinn af þeim krafti sem leiðtogi þjóðarinnar ætti að gera.

Þá segir Kári:

„Þegar ég hef spurt þá sem gerst þykjast vita hvernig standi á þessum áhugaskorti þínum fæ ég bara eitt svar sem er að fjölskylda þín hafi verið á bólakafi í bankaskítnum og ef það yrði farið að moka þann flór, þá myndu ýmsir úr henni enda í fjóshaugnum.“

Grunsamlegt fálæti

Kári bendir jafnframt á að nú sé búið að selja drjúgan hluta Arion banka nokkrum vogunarsjóðum og Goldman Sachs „sem eru að öllum líkindum að kaupa fyrir aðra ónefnda.“

Kári segir að ef raunverulegir eigendur séu vogunarsjóðirnir og Goldman Sachs þá sé bankinn að færast í hendur þeirra sem vinna fyrir saltinu í grautinn sinn með því að taka þá tegund áhættu sem kom samfélaginu á hausinn árið 2008, ef ekki þá er verið að leyna eignarhaldi.

 Það er ljóst, Bjarni, að samfélaginu finnst ekki að þú gangir vasklega fram í að upplýsa þetta mál og sýnir því grunsamlegt fálæti. Það eru meira að segja þeir sem halda því fram að það sé vegna þess að fjölskylda þín sé að undirbúa að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni, til dæmis með því að láta Borgun kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða. Þetta verðurðu að kveða í kútinn sem fyrst.

Gullmoli fjölskyldunnar

Að lokum fjallar Kári um gróusögu í tengslum við rútufyrirtækis sem er í eigu fjölskyldu Bjarna.

Sagan er að enginn einn aðili sem hafi notið meira undanþágu frá fullum virðisaukaskatti sem hlotnaðist rútufyrirtækjum heldur en einmitt þessi gullmoli fjölskyldu þinnar. Ein aðalástæða þess er að þetta fyrirtæki hefur einkaleyfi á því að flytja farþega til og frá flugstöðinni í Keflavík. Einkaleyfið á, samkvæmt sögunni, að hafa fengist hjá ISAVIA þar sem Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarformaður.

Kári segir að Ingimundur sé náin vinur fjölskyldu Bjarna. Það hafi valdið titringi sem Bjarni kæri sig ekkert um að sinna. Kári segir svo að lokum:

„Bjarni, ég hef ekki rakið þessar sögur vegna þess að ég telji að það sé líklegt að þær séu sannar heldur vegna þess að það hittast varla svo tveir eða fleiri Íslendingar í dag án þess að þær séu sagðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann