Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur tekið fagnandi nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda um eftirlitsgjöld opinbera geirans. Honum þykir með fádæmumað opinber eftirlitsfyrirtæki skuli hunsa óskir um að þær birti gjaldskrár og ætlar að beita sér fyrri úrbótum í þeim efnum.
Þetta var meðal þess sem kom fram í máli ráðherrans í ræðu sem hann hélt á fundi félagsins í gærmorgun.
Nýlega hefur ríkið í tvígang verið dæmt til að endurgreiða oftekin eftirlitsgjöld.
Skýrslan er gagnleg að því leyti að þetta er ekki eins og stundum er, einhver einhliða áróður. Hér er mjög málefnalega tekið á þessu málefni og beinlínis sagt hvað sé skynsamlegt að gera. Ég mun sannarlega taka það til mín inni í ráðuneytinu og reyna að beita mér fyrir því að menn vinni með þeim hætti sem þarna er sagt,
sagði Benedikt. Hann kom einnig inn á það eftirlitsstofnanirnar yrðu líka að vera undir eftirliti. Þeir aðilar sem þessar stofnanir fylgdust með þyrðu ekki alltaf að gefa álit sitt á starfsemi eftirlitsstofnanna til kynna af ótta við hefndaraðgerðir.
Fjármálaráðherra vill einnig að gjaldskrár eftirlitsstofanna séu gerðar opinberar. Matís, sem er opinbert hlutafélag sem annars eftirlit og rannsóknir fyrir Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit neiti t. a. m. að birta sína gjaldskrá.
Ég verð nú að segja að ég er gáttaður á að opinberir aðilar skuli ekki vilja birta gjaldskrár, ekki einu sinni þegar eftir þeim er leitað. Ég verð að segja að mér finnst það með fádæmum og ég mun svo sannarlega beita mér í því. Það er ekki bara gagnstætt góðri stjórnsýslu, það er gagnstætt öllum mínum prinsippum ef einhver sem er að vinna fyrir okkur öll – og eftirlitsmennirnir eru svo sannarlega að vinna fyrir samfélagið – að það eigi að vera einhver leynd yfir því hvernig menn vinna. Þannig er ekki nútímasamfélag og þetta verðum við að laga,
sagði fjármálaráðherra.