Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur vikið sæti í nefndinni á meðan hún fjallar um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans.
Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Svandísi Svavarsdóttir þingflokksformanni Vinstri grænna að það væri óheppilegt sæti í nefndinni þar sem hann var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en nafn Bjarka kemur margsinnis fyrir í skýrslunni. Í fyrirsögn Fréttablaðsins var sagt að Svandís teldi hann „vanhæfan eftir störf sín fyrir Bjarka Diego“ en hún segir að haft sé rangt eftir henni, hún hafi einungis sagt það óheppilegt.
Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar tekur við formennsku í nefndinni í fjarveru Brynjars.