fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Níræður öldungur þýðir heimsbókmenntir og brýnir okkur að gæta íslenskunnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kiljan fer aftur í loftið á Rúv í kvöld klukkan 20.35. Við sýnum stórmerkilegt viðtal við Sigurjón Björnsson, prófessor emeritus í sálfræði. Sigurjón er níræður, ótrúlega ern, og þýðir sígild rit á íslensku af miklu kappi.

Meðal þýðinga eftir Sigurjón má nefna heil fjórtán verk eftir Sigmund Freud, Um sálina eftir Aristóteles, Sögu Pelópseyjarstríðsins eftir Þúkýdídes, Helleníku eftir Xenófón og nú síðast tvær bækur eftir Stefan Zweig, það eru ævisögur sem hann ritaði um Erasmus frá Rotterdam og Honoré de Balzac. Ævisaga Balsacs kom út nú fyrir jólin.

Í framhaldi af þessu fór Sigurjón að þýða bækur eftir Balzac sjálfan, þennan mikla franska sagnameistara sem er furðu lítt þekktur á Íslandi.  Hann hefur lokið við að þýða eitt höfuðverk hans, skáldsöguna Père Goriot, en hún er ekki enn komin út.

Sigurjón þýðir semsagt jöfnum höndum úr þýsku, frönsku og forngrísku. Merkilegt er svo að heyra í lok viðtalsins brýningu þessa öldungs um íslenska tungu.

Af öðru efni þáttarins má nefna að Jónína Leósdóttir segir frá nýrri spennusögu eftir sig. Við fjöllum um hinn stórbrotna bókaflokk Hrakninga og heiðavegi og útgáfu á úrvali greina úr honum. Í Bókum og stöðum segjum við frá Hólavallaskóla, þeirri aumu skólastofnun, og nefnum blaðamanninn og rithöfundinn Árna Óla og Jón Helgason biskup sem var mikill skrásetjari sögu Reykjavíkur. Gagnrýnendur þáttarins ræða um tvær bækur, Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur og Heiða fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur.

 

Hrakningar á heiðavegum er úrval úr bókaflokknum Hrakningar og heiðavegir. Þetta eru uppáhaldsbækur Erlendar, söguhetju Arnalds Indriðasonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“