fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Vantar enn 2.862 íbúðir upp í kosningaloforð Samfylkingarinnar

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson. Mynd/DV
Halldór Halldórsson. Mynd/DV

Halldór Halldórsson oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir kosningaloforð Samfylkingarinnar um 3 þúsund leiguíbúðir verði ekki uppfyllt, Guðfinna J. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina tekur í sama streng og segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra halda að fólk geti búið í áætlunum og stefnum.

Í grein sem birt var hér á Eyjunni segir Halldór að ekki sé vanþörf á umræðu um húsnæðismál enda sé mikill húsnæðisskortur í Reykjavík:

Í umræðunni um félagslegt leiguhúsnæði kom fram að á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum eru 893 manns og hefur fjölgað um 150 á einu ári. Þetta er staðan þrátt fyrir að kosningaloforð Samfylkingarinnar í kosningunum 2014 hafi verið 2.500 til 3.000 leiguíbúðir á kjörtímabilinu 2014-2018. Þegar það er skoðað kemur í ljós að það hefur fjölgað um 138 almennar félagslegar leiguíbúðir frá 2010. Miðað við 3.000 íbúðir á kjörtímabilinu vantar þá ennþá 2.862 íbúðir upp í það kosningaloforð,

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.

segir Halldór. Í kosningabaráttunni 2014 hafi Sjálfstæðismenn varað við þessu loforði en það þurfi ávallt að standa undir þeirri þjónustu sem borginni ber skylda til, það sé að útvega þeim 893 sem séu á biðlistanum húsnæði.

Ástandið aldrei verið verra

Í grein sem Guðfinnu á Eyjunni vitnar hún í húsnæðisstefnu borgarinnar frá árinu 2011, en þar kemur fram að það sé stefna borgarinnar að allir borgarar hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Guðfinna segir að á þeim fimm árum sem liðin séu hafi ástandið aldrei verið verra:

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur verið duglegur að þylja upp hvað fasteignafélögin eru að gera eða hvað þau ætla að fara gera á lóðum sem eru búnar að vera í höndum þessara félaga í mörg ár. Hann er líka duglegur að yfirfæra getuleysi þessa meirihluta í húsnæðismálum yfir á ríkið. Hann hefur hins vegar ekki verið jafn duglegur við að úthluta lóðum eða framfylgja stefnum og áætlunum sem hann hefur sett. Borgarstjóri virðist nefnilega halda að fólk geti búið í áætlunum eða stefnum og það sé ekki hlutverk borgarinnar að úthluta lóðum.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans