fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Lögreglumenn horfa bjartsýnisaugum á Sigríði

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra

Lögreglumenn segja texta stjórnarsáttmálans rýran og telja að ekki sé nógu sterkt kveðið um eflingu og styrkingu löggæslu í landinu. Þetta segir Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna í samtali við Morgunblaðið í dag. Sigríður Á. Andersen nýr dómsmálaráðherra segir í samtali við Fréttablaðið í dag að öll verkefni í ráðuneytinu séu mikilvæg en það sé mikilvægt að vel takist til með millidómsstigið.

Snorri segir að í stjórnarsáttmálann vanti beinar tillögur um aukið fjármagn til löggæslumála, í kaflanum Lög og regla í stjórnarsáttmálanum segir orðrétt:

segir Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna.
Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna.

„Unnið skal að uppbyggingu löggæslu og sérstaklega skal horft til aukins álags á landsvísu vegna fjölgunar ferðamanna og landamæraeftirlit styrkt. Efla ber getu lögreglu og ákæruvalds til að bregðast við kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum. Lögð verður áhersla á framkvæmd aðgerðaáætlunar um bætta verkferla vegna kynferðisbrota og lagt til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Þolendum mansals verði veitt fullnægjandi réttarvernd og stuðningur. Til að draga úr endurkomutíðni í fangelsi skal horft til betrunar við stefnumótun í málaflokknum.“

Stofnun millidómsstigs mikil réttarbót

Snorri segir orðalagið almennt og ekkert sem hönd á festir:

Þarna eru orð sem við höfum séð margoft áður og heyrt hjá stjórnmálamönnum þegar þeir mæra lögregluna á tyllidögum. Við munum kalla eftir fundi með nýjum ráðherra og að sjálfsögðu óskum við Sigríði velfarnaðar í starfi. Vonandi tekst henni að ná fram einhverju meiru en þarna kemur fram. Við horfum til þess bjartsýnisaugum og fögnum því að dómsmálaráðuneytið hafi verið stofnað aftur.

Sigríður segir að hennar fyrsta verk verði að koma sér inn í þau mikilvægu verk sem eru unnin í ráðuneytinu, þeim þarf að halda til streitu en of snemmt sé að ræða forgangsröðun verkefna. Hún sóttist ekki eftir dómsmálaráðuneytinu sérstaklega, aðspurð um hvað forveri hennar, Ólöf Nordal, gerði vel í starfi segir Sigríður:

Það er nú svo margt. Mér dettur helst í hug að hefja undirbúning á stofnun millidómstigs sem er mikil réttarbót og hefur lengi verið kallað eftir hér. Það er eitt stærsta mál fráfarandi ríkisstjórnar. Það er það sem mér dettur í hug.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti