fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Forsætisráðherra er tilbúinn í slaginn: „Við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd/EPA
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd/EPA

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að starfa með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrsta verkefni þingsins, sem kemur saman 24. janúar næstkomandi, verði að koma saman fjármálastefnu næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum ársins 2018.

Þessi þingmál munu varpa ljósi á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar sem er opin til túlkunar í stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um  sanngjarnt skattaumhverfi sem dragi úr þörf fyrir ívilnanir og afslátt af opinberum gjöldum til að auka alþjóðlega samkeppnishæfni fyrirtækja, en einnig „samræmt kerfi grænna skatta sem fela í sér eðlilegar álögur á mengandi starfsemi og skapa jafnframt hvata til samdráttar í losun og til annarra mótvægisaðgerða“. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er sagt að þetta hljómi „óneitanlega eins og fyrirheit um skattahækkanir“.

Ríkisstjórn 11jan 2017
Mynd/Sigtryggur Ari

Meirihluti er meirihluti

Líkt og fram kom í fréttum í gær þá var ákveðið að færa málefni Seðlabankans frá fjármálaráðuneytinu yfir til forsætisráðuneytisins, Bjarni sagði í samtali við Vísi á Bessastöðum í gær að hann vonaðist til að koma á endurskoðun peningastefnunnar í góðan farveg sem fyrst:

„Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,“

sagði Bjarni. Ríkisstjórnin er einungis með eins manns meirihluta á þingi, aðspurður um hvort þessi naumi meirihluti þýddi að vandað yrði meira til verka við framlagningu frumvarpa sagði Bjarni að þegar öllu væri á botninn hvolft væri meirihluti meirihluti:

Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti