fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

„Ferðaþjónusta sem byggir á græðgi er ein versta landkynning sem hægt er að hugsa sér“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 19:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty
Mynd/Getty

„Gjaldeyrir streymir inn í landið og fjöldi atvinnutækifæra skapast innan ferðaþjónustunnar. Hótel eru reist um borg og bý, gistiheimili spretta upp eins og gorkúlur og íbúðir eru leigðar út, of oft á okurverði. Það eru svo margir sem þrá að græða. Hættan er sú að menn fari of geyst í von sinni um skjótfenginn gróða. Ef ferðamenn verða varir við að verið sér að okra á þeim þá hafa þeir lítinn áhuga á að koma aftur. Það er ekki rétt að klárinn leiti þangað sem hann er kvaldastur. Yfirleitt reynir hann að forða sér sem fyrst.“

Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV í leiðara blaðsins. Tilefni skrifa Kolbrúnar eru réttir undanfarinna daga um óánægju erlendra ferðamanna með þjónustu aðila í íslenskri ferðaþjónustu, en við það má bæta að í gær lést þýsk kona á fimmtugsaldri eftir að hún féll í sjóinn ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í Kirkjufjöru við Dyrhólaey í byrjun vikunnar. Varnaðarorð Kolbrúnar ríma við orð Kristjáns Jónssonar forstjóra og eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Discovery sem sagði um helgina að græðgi ferðaþjónustuaðila á Íslandi sé orðin hömlulaus og ábyrgðarleysið fullkomið.

Gjaldtaka er ekki lausn sem byggir á græðgi heldur skynsemi

óli björn_kolbrún Bergþórs
Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Kolbrún segir náttúru landsins láta á sjá vegna mikils átroðnings ferðamanna og það sé sannarlega ástæða til að bregðast við:

„Ekkert ætti að vera athugavert við það að ferðamenn borgi gjald fyrir að heimsækja vinsæla staði svo lengi sem tekjurnar eru notaðar til uppbyggingar á viðkomandi svæðum. Þetta hefur til dæmis verið gert með miklum ágætum við Kerið, þar sem aðstæður eru til sóma og drulla og sóðaskapur víðs fjarri. Og ekki kvarta erlendir ferðamenn undan því að þurfa að greiða smágjald fyrir að sjá náttúruperlu. Íslendingar eru mun líklegri til að vera viðkvæmir fyrir slíkri gjaldtöku,“

segir Kolbrún. Það sé vissulega aldagömul hefð fyrir því að Íslendingar hafi frjálst aðgengi að náttúruperlum lands síns en nú eru aðstæður á allt annan veg en áður. Íslensk náttúra sé ekki lengur ósnortin vegna átroðnings ferðamanna og gjaldtaka til uppbyggingar sé hluti af lausninni, það sé ekki lausn sem byggi á græðgi, heldur skynsemi:

Þegar kemur að fjöldatúrisma fögnuðum við gróðanum en göngumst ekki nægilega við ábyrgðinni. Undanfarna daga hefur orðið mikil umræða um ferðaþjónustuna eftir að leitað var að erlendum hjónum á Langjökli en þau höfðu farið í skipulagða vélsleðaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis en urðu viðskila við hópinn. Hjónin sögðu sögu sína en þau höfðu allt eins átt von á því að verða úti í illviðri. Ákveðið var að fara með hóp erlendra ferðamanna í þessa ferð þrátt fyrir illviðrisspá. Ljóst er að það voru mistök. Slík mistök eru örugglega ekki einsdæmi innan ferðaþjónustunnar. Þar mega gróðasjónarmið ekki taka öll völd. Ef það gerist reynist það okkur dýrkeypt. Ferðaþjónusta sem byggir á græðgi er ein versta landkynning sem hægt er að hugsa sér. Við megum ekki lenda á þeim stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti