fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

„Tímapressan er hugarástand þingmanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.

„Málefnasamningur er ekki mikils meira virði en það traust og trúnaður sem skapast á milli þingmanna stjórnarflokka jafnt óbreyttra sem ráðherra,“ segir Óli Björn Kárason í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar ræðir hann þá flóknu stöðu sem kom upp eftir að búið var að telja upp úr kjörkössunum. En þá varð ljóst að tveggja flokka stjórn yrði ekki mynduð, þriggja flokka stjórn yrði ekki til án Sjálfstæðisflokks og fjögurra flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks er ekki möguleg án þess að bæði Píratar og Vinstri grænir eigi þar sæti.

Hann bendir á það í greininni að það sé skiljanlegt að sumir séu orðnir langeygir eftir nýrri ríkisstjórn enda tíu vikur liðnar frá kjördegi. En að vika til eða frá skipti litlu máli.

Tímapressan er hugarástand þingmanna og endurspeglast í fjölmiðlum. Engar þær aðstæður eru í þjóðfélaginu sem knýja á að kastað sé höndunum til þess eins að mynda meirihlutaríkisstjórn. Hitt er rétt að ólíkar „skoðanir mega ekki leiða til þess, að menn geti ekki unnið saman að augljósum hagsmunamálum allra“ svo vitnað sé til áramótaávarps Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, á gamlársdag 1963.

Hann hvetur menn til að hafa þessi orð forsætisráðherrans þáverandi að leiðarvísi við myndun ríkisstjórnarinnar. Hann talar um að „málefnasamningurinn sé ekki mikils meira virði en það traust sem skapast á milli þingmanna stjórnarflokka jafnt óbreyttra sem ráðherra.“ Hann ítrekar að traustið sé mest virði.

Það eru ekki ný sannindi að traust og trúnaður milli samverkamanna eru forsendur þess að árangur náist. Pólitískir andstæðingar geta því aðeins tekið höndum saman og náð árangri við lausn verkefna að traust ríki á milli þeirra. Að sama skapi grefur tortryggni undan samvinnu, eitrar allt andrúmsloft jafnt milli samherja sem mótherja. Samstarf, þar sem vantrú og efasemdir ríkja, verður hvorki langlíft né nokkrum sem að því kemur til gæfu. Þá er betur heima setið en af stað farið.

Nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg krefjandi verkefni á komandi mánuðum og enn fleiri þegar litið er til næstu fjögurra ára. Framundan eru kjarasamningar sem ráða miklu um hvort okkur Íslendingum auðnast að nýta þau miklu tækifæri sem við okkur blasa til að bæta lífskjör og velferð almennings enn frekar, styrkja heilbrigðisþjónustuna og menntakerfið, treysta innviði samfélagsins.

Reynir á pólitísk bein

Því er stundum haldið fram að það þurfi sterk bein til að takast á við góðæri – ekki síst á Íslandi. Á næstunni mun reyna á pólitísk bein nýrrar ríkisstjórnar. Samhent ríkisstjórn öðlast traust aðila vinnumarkaðarins í flóknum kjarasamningum. Að sama skapi nær sundurlynd ríkisstjórn aldrei trúnaði launafólks eða atvinnurekenda. Í skugga slíkrar ríkisstjórnar verða kjarasamningar erfiðari en ella og hættan á að við glötum tækifærunum verður raunveruleg.

Í áðurnefndu áramótaávarpi sagði Bjarni Benediktsson að „Alþingi og ríkisstjórn hljóta að stjórna í samræmi við þá stefnu, sem kjósendur hafa valið við almennar kosningar“. Það væri merki um pólitísk hyggindi ef þingmenn, sem standa að næstu ríkisstjórn, hefðu þessi orð í huga, þegar gengið er frá málefnasamningi og verkefnin fastsett. Baráttumál einstakra stjórnmálamanna eða -flokka, sem hlutu lítinn hljómgrunn meðal kjósenda, eru þá sett til hliðar og sum jafnvel læst um ókomna tíð niðri í skúffu gleymskunnar.

„Í frjálsu þjóðfélagi eins og okkar vísar hagnýting þekkingar og tækni öruggustu – og raunar einu – leiðina til bættra lífskjara,“ sagði Bjarni Benediktsson sem óskaði þess að Íslendingar hættu »þeirri togstreitu stéttanna, sem engum færir ábata«:

„Sameinumst um að gera þeim, er örðugast eiga, lífið léttara og búa þjóðinni allri hagsæld og frið í okkar ástkæra en erfiða landi.“

Þrátt fyrir stórstígar framfarir og gjörbreytt lífskjör eru verkefni stjórnmálanna þau sömu árið 2017 og 1963; að búa þjóðinni hagsæld og frið með sterkum innviðum og traustu velferðarkerfi. Aðeins ríkisstjórn sem byggir á trausti getur leyst þessi verkefni með sóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“