fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Lilju líst vel á stjórn með VG og Sjálfstæðisflokknum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Mynd: Sigtryggur Ari.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Mynd: Sigtryggur Ari.

„Það er stjórn sem hefði breiða skírskotun,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og núverandi þingmaður Framsóknarflokksins, í viðtali á Rás 2 í morgun þegar hún lýsti yfir vilja sínum til að mynduð yrði þriggja flokka stjórn með VG, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Lilja sagði að fyrst þegar Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hafi rætt saman hafi strax á fyrsta degi komið í ljós að þeir ættu ekki samleið í Evrópumálum. Hún telur mikilvægara að leggja áherslu á uppbyggingu innviða frekar en Evrópusambandsumsókn. Enda engin sátt í landinu um slíka umsókn. Hún sagði að ef þessar stjórnarmyndunarviðræður sem nú væru í gangi gengju upp þá væru Íslendingar komnir með hægrisinnuðustu ríkisstjórn sem sögur færu af.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, hefur viðurkennt það opinberlega að hún hafi rætt um mögulega samstarfsfleti við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins. Forsíða Morgunblaðsins í gær gekk út á það að Framsókn og Vg vildu viðræður við Sjálfstæðisflokk. Ýmsir töldu þá frétt úr lausu lofti gripin en þessi orð Lilju benda til að fréttin hafi verið rétt.

Þá talaði hún um að byggja upp stöðugleikasjóð til að verjast hagsveiflum. Hægt væri að nota peninga sem kæmu í kassann af hækkuðum veiðigjöldum og arðgreiðslum orkufyrirtækja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“