Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir stefnu Sjálfstæðisflokksins skýra, hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Formenn og fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funda aftur eftir hádegi á morgun. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust síðdegis í dag, en þetta er í þriðja sinn sem flokkarnir þrír reyna að mynda ríkisstjórn en fram að þessu hafa viðræðurnar fyrst og fremst strandað á Evrópu-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Bjarni sagði í kvöldfréttum RÚV að margt sem haldið hafi verið fram í fjölmiðlum eigi ekki við rök að styðjast, til dæmis þurfi flokkarnir enn að ræða stjórnarskrármálið, varðandi Evrópumálin var Bjarni mjög afdráttarlaus:
Við erum ekki að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið,
sagði Bjarni. Flokkarnir funduðu síðdegis í dag, en sá fundur mun fyrst og fremst hafa snúist um skipulag næstu daga, Bjarni segir beinagrind af stjórnarsáttmála var kominn en það sé hins vegar mikil vinna framundan. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði:
Aðalverkefnin næstu daga verður að setja niður á blað þær hugmyndir sem við höfum rætt.