fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Smávegis um fitu og fjölmiðlafár

Egill Helgason
Laugardaginn 3. september 2016 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Páll Hauksson er dugmikill fréttamaður, fylginn sér og afar reynslumikill, það er ekki lítils virði á tíma þegar fólk endist stutt í starfi á fjölmiðlum. Hann á það til að vera dálítill orðhákur og hafði orð á sér fyrir það í eina tíð að vera meinhorn. Vinnufélagar hans telja þó að hann hafi mildast mjög með árunum.

En eitt það versta sem starfsmenn á ljósvakamiðlum lenda í er að hafa opinn mikrafón þegar þeir vita ekki af því. Það verður að segjast eins og er, við högum öll tali okkar aðeins öðruvísi þegar alþjóð heyrir en þegar við erum að tala við þá sem standa nær okkur, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda.

Þannig er lífið einfaldlega. En svo missum við líka hluti inn á netið sem við hefðum kannski átt að sleppa og það fer víðar en við vildum sjálf.

Í einhverju bíaríi skrifaði ég að netið í gærkvöldi að Arnar Páll hefði verið að atast í mér út af holdafarinu. Ég setti þetta eiginlega fram í gríni – til að sýna að fleiri eru skotspónar í þessu efni en Framsóknarmenn. En maður skyldi passa sig á gamansemi á internetinu, hún getur misskilist. Það sem fór okkar á milli var afar saklaust og alls ekki í frásögur færandi.

En við þessi feitu erum auðvitað viðkvæm, við vitum að við gætum kannski gert betur, taka okkur taki, það fylgir þessu hugarangur hjá flestum.

Það sem er hvimleitt í þessu eru viðbrögðin sem gusast út um allt. Þarna verður einum starfsmanni á í messunni, orð hans voru auðvitað óviðurkvæmileg, en hann biðst afsökunar. En svo fær maður alla rulluna um að RÚV sé nú svona eða hinsegin. Alhæfingarnar eru hvimleiðar og ósanngjarnar. Starfsmenn RÚV eru upp til hópa prútt fólk sem starfar af mikilli samviskusemi, vill gera sitt besta, einatt við býsna þröngar aðstæður. Laun eru heldur léleg og vinnudagar langir. En árangurinn er oft alveg prýðilegur.

Í þessari viku höfum við til dæmis fengið að sjá glæsilega sinfóníutónleika í beinni útsendingu frá Hörpu, Kastljós hefur tekið vel á umdeildum bankabónusum og afhjúpað hræðileg læknamistök sem voru í þagnargildi, ný röð af hinu frábæra Orðbragði fer í loftið á sunnudag og sjálfur er ég pínu montinn af Steinsteypuöldinni – fyrir utan allt það fína efni sem er í útvarpinu og fær kannski ekki jafn mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“