fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Tré felld vegna flugs – loftin fyllast af þyrlum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. júlí 2016 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rætt um að fella tré í Hljómskálagarðinum vegna þess að þau eru orðin of há og geta truflað aðflug flugvéla yfir garðinn.

Hljómskálagarðurinn er vissulega betur gróinn en hann var í eina tíð, en þó má nefna að það var ekki auðvelt að rækta trén þar. Tré munu fyrst hafa verið sett þar niður í upphafi síðustu aldar, en það tók þau langan tíma að ná nokkurri hæð – og sum hafa aldrei gert það.

Hljómskálagarðurinn er ekki sérlega skjólsæll staður. Hann er opinn fyrir ýmsum vindáttum, en verst er norðanáttin, strengur sem liggur af Esjunni í gegnum Kvosina og út í Vatnsmýri. Mér þykir líklegt að þessi vindur valdi því að þyrping reynitrjáa (börn í grendinni kölluðu það „skóg“ í trjáleysinu á síðstu öld) sem er vestanmegin í garðinum hefur aldrei náð sérstakri hæð. Trén hafa alltaf verið heldur ræfilsleg.

En það gegnir öðru máli með aspir sem voru gróðursettar syðst í garðinum, þær þarf að fella vegna flugumferðarinnar og sama á víst við um eitthvað af greniskóginum sem er orðinn mjög myndarlegur í Öskjuhlíðinni. Þegar ég var barn horfði maður yfir grenitrén þar, nú minna svæði í Öskjuhlíð á alvöru norrænan skóg.

Þessi ljósmynd er úr Hljómskálagarðinum, tekin á fjórða áratug síðustu aldar. Engin tré byrgja sýn. Nú er varla hægt að greina styttuna af Thorvaldsen fyrir gróðri.

 

hljomsg1

 

Fyrst minnst er á flugvöllinn í þessum pistli. Þar er að verða sú mikla breyting að völlurinn er orðinn miðstöð mikils þyrluflugs með túrista. Þetta er nokkuð nýlegt og af þessu er gríðarlegur hávaði. Nú flýgur einmitt ein þyrlan yfir. Spurning hvort þetta sé sú nýting sem við viljum hafa á þessum velli. Einn nágranni flugvallarins skrifar á Facebook:

Hér í fjölbýlinu hefur ekki heyrst mannsins mál (í bókstaflegri merkingu) í allan dag fyrir samfelldum þyrluhávaða. Við brýnum raust bæði innanhúss og úti í garði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða