fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Sómakenndin – tilvitnun frá tíma McCarthys

Egill Helgason
Mánudaginn 30. maí 2016 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson er sagnfræðingur og þegar hann spyr Davíð Oddsson hvort hann hafi enga sómakennd er það ekki alveg út í bláinn.

Í raun er þetta bein tilvitnun í fræg ummæli sem féllu á fundi bandarískrar þingnefndar 9. júní 1954. Öldungadeildarþingmaðurinn alræmdi Joseph McCarthy var sem fyrr að eltast við kommúnista sem hann sá í öllum hornum og meint áhrif frá þeim. Í þetta sinn var það sjálfur her Bandaríkjanna sem var til skoðunar.

Verjandi hersins var lögmaðurinn Joseph Nye Welch. Hann var á sjötugsaldri og naut mikillar virðingar. McCarthy lét það ekki aftra sér á að hefja árásir á hann og bendlaði ungan lögmann sem vann á stofunni hans við kommúnisma.

Þá var Welch nóg boðið og hann mælti fram hin frægu orð sem eru talin hafa verið upphafið að falli McCarthys – enda voru margir farnir að hugsa þetta sama:

Þú hefur gert nóg, hefurðu enga sómakennd lengur, herra minn?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“