fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Að grafa alla leið til Kína

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. apríl 2016 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru einhverjar furðulegustu framkvæmdir í Reykjavík um þessar mundir. Holan sem stækkar og dýpkar á Laugavegi 4-6.

Þeir grafa stöðugt dýpra í jörðina. Mín kenning er sú að þeir ætli að moka alla leið til Kína og selja lunda þangað beint.

Reyndar gætu þeir líka fengið lunda beint úr verksmiðjunni upp um holuna.

 

12938083_10154113695930439_7182704879259366129_n

 

Það leikur allt á reiðiskjálfi í nágrenninu vegna framkvæmdanna, þær hafa tekið miklu lengri tíma en sagt var og voru illa kynntar í byrjun.

Forsagan er einhvern veginn, svona, skilst manni.

„Fjárfestir“ selur borginni gömul timburhús við Laugaveg sem er talin nauðsyn að vernda fyrir stóra fjárhæð.

Borgin gerir húsin upp fyrir mikla peninga.

„Fjárfestirinn“ kaupir uppgerð húsin fyrir miklu lægri fjárhæð en hann seldi þau á í upphafi.

Og fær í kaupbæti að grafa tvöfaldan kjallara fyrir neðan húsin og út í öll lóðarmörk.

Því kjallarinn virðist eiga að vera tvær hæðir. Maður óttast helst að þetta verði tíska í borginni, að sundurgrafa allt í allsherjar kjallaravæðingu.

267002

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk