fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

George Martin og lærisveinar hans

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. mars 2016 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

200912georgemartinGeorge Martin, sem er látinn, 90 ára gamall, var fyrst og fremst upptökustjóri á grínplötum þegar Bítlarnir voru kynntir fyrir honum 1962. Hann vann með gamanleikurum eins og Peter Sellers og Spike Milligan. En hann var menntaður í klassískri tónlist, hafði numið píanó- og óbóleik við Guildhall School of Music eftir að þjónustu hans í stríðinu lauk.

Martin var upptökustjóri á öllum plötum Bítlanna: Jú, Hard Day’s Night, Rubber Soul, Sgt. Pepper (það er reyndar spurning með Let it Be-pötuna). Hann var kannski enginn fimmti bítill, en hann hjálpaði þessum ótrúlega hæfileikaríku ungu mönnum að koma hugmyndum sínum í viðunnandi horf. Eftir að Bítlarnir hættu varð hann einn helsti gæslumaður hinnar miklu arfleifðar þeirra og fórst það vel úr hendi. Í viðtölum um tónlist Bítlanna var hann alltaf frábærlega skilmerkilegur.

Hann fékkst auðvitað við ýmislegt annað, og ég ætla að fara út í lítið horn á ferli hans, bandaríska hljómsveit sem nefndist America en átti reyndar uppruna sinn í Bretlandi. Hjá mér var hún það sem kallast guilty pleasure. Lög eru afar melódísk, laglínurnar festast fljótt í vitundina, söngurinn er fallega raddaður. Þegar America byrjaði var sveitinni líkt við Crosby, Stills & Nash, en seinna þróaðist tónsköpun þeirra meira út í hina nokkuð fyrirlitnu grein soft rock. George Martin var upptökustjóri hjá America á nokkrum vinsælustu plötum sveitarinnar, meðal annars í laginu sem er hér að neðan.

Sonur minn komst í þessi lög um daginn og þá rifjuðust þau upp fyrir mér. En þetta var sannarlega ekki hátt skrifað hjá tónlistarspekúlöntum þegar ég var á hans aldri, hvorki á tíma proggs né pönks. Það liggur við að menn hafi vorkennt fólki sem hlustaði á America, eða mig minnir að svo hafi verið á menntaskólaárum mínum þegar sveitin raðaði hverju laginu á fætur öðru á vinsældalista.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna