fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Náttúrufegurð á Reykjanesi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. febrúar 2016 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

12729079_10153968745375439_6229255262042683362_nÞessa ljósmynd tók ég um daginn í upptökuferð Kiljunnar á Reykjanesi. Við fórum að hinum magnaða Reykjanesvita en þar fyrir utan svarrar brimið við ströndina, öldur komu inn á stærð við margra hæða hús.

Útsýnið var stórkoslegt. Ég er ekki mikill myndasmiður, en sumpart minnir þetta á landslagsmálverk.

Það er eiginlega furðulegt að við skulum ekki beina fleiri ferðamönnum út á Reykjanes. Jú, það fer í Bláa lónið – það er svo skrítið að okkur Íslendingum finnst það fæstum tilkomumikills staður. Er hugsanlega hægt að segja að hann sé ofmetinn?

En ekki langt þar frá er Krýsuvík. Þar er jarðhiti og hverir, ótrúlega fallegir litir í landinu og skammt undan Krýsuvíkurbjarg. Og þar er miklu færra fólk á ferðinni en við Geysi, meira næði til að njóta náttúrunar.

Kirkjan í Hvalsnesi er handan við flugbrautirnar í Keflavík, einstök steinbygging frá 19. öld. Rímar dálítið við sjálft Alþingishúsið. Þar þjónaði Hallgrímur Pétursson og þar er steinn sem hann hjó til minningar um dóttur sína Steinunni. Við fjölluðum um þetta í Kiljunni í síðustu viku

Og svo er það Reykjanesvitinn. Þarna var reistur fyrsti viti á Íslandi 1878. Við fórum úr Kiljunni til að leita að bókmenntatengingum – og jú við fundum þráð milli vitans og stórskáldsins T.S. Eliot.

Þetta er semsé lítil bókmenntagetraun – hver er sá þráður? Þetta verður í Kiljunni í kvöld.

 

Screen Shot 2016-02-24 at 14.18.02

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum