fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Áhyggjur vegna Jebs

Egill Helgason
Mánudaginn 22. febrúar 2016 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt er ástandið í heiminum orðið þegar maður fyllist áhyggjum vegna þess að Jeb Bush dregur sig út úr kapphlaupinu um að verða forseti Bandaríkjanna.

Jeb Bush! Bróðir versta Bandaríkjaforseta í seinni tíma sögu, George W. Bush. Sonur hins innmúraða George H. Bush. Og hann sjálfur – meðalmenni út í gegn, með fullt af milljarðamæringum sem borga brúsann.

En miðað við Donald Trump og Ted Cruz virkar Jeb…ja… næstum ágætur. Maður þarf kannski ekki að grafa sér byrgi úti í garði og safna að sér niðursuðuvörum ef hann verður forseti.

Líkurnar á að Trump verði forsetaframbjóðandi aukast enn. Það er lítil huggun að hann er örlítið skárri en Cruz. Þetta er eins og martröð.

Annars er það til marks um hversu óralangt íslensk stjórnmál eru frá þeim bandarísku að frést hefur af hægrimönnum hér heima sem mælast með meira en 90 prósenta stuðning við Bernie Sanders í þessu kosningaprófi.

 

29906170001_4765975442001_thumb-dc07b9806a900a09910f6a7067007c1e

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum