fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Minning um Einar Heimisson sem hefði orðið fimmtugur í dag

Egill Helgason
Föstudaginn 2. desember 2016 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Heimisson var einstaklega hæfileikaríkur og glæsilegur maður sem kom miklu í verk á stuttri ævi. Hann varð bráðkvaddur í Þýskalandi 1998, aðeins 31 árs að aldri. Einar var mörgum harmdauði, íslenskt menningarlíf missti mikið við fráfall hans og kannski íslensk stjórnmál líka.

Einar var afskaplega hugmyndaríkur maður og fundvís á merkilega hluti. Hann skrifaði doktorsritgerð við háskólann í Freiburg um það hvernig Íslendingar höndluðu flóttamannamál á árunum fyrir stríð. Hann lærði sagnfræði og bókmenntir, en leitaði stöðugt nýrra leiða til að finna hugðarefnum sínum og þekkingu farveg.

Hann skrifaði skáldsögu um þetta efni, Götuvísu gyðingsins, þegar hann var aðeins 22 ára. Þarna eru lýsingar á því hvernig þjóðfélagið snerist gegn flóttamönnum af gyðingaættum og hrakti þá burt.

Einar stundaði líka kvikmyndanám í Munchen og gerði heimildarmyndir fyrir sjónvarp. Tvær þeirra fjölluðu um innflytjendamálin sem honum voru hugleikin, en einnig er minnisstæð mynd sem nefndist Hvíti dauðinn og fjallaði um baráttuna gegn berklaveikinni.

Loks leikstýrði hann kvikmynd í fullri lengd sem hét María og skrifaði handritið að henni. Myndin segir frá ungri þýskri konu sem flýr framrás Rauða hersins í stríðslok en býðst svo að fara til Íslands og setjast að á afskekktum bæ.

Einar lék á fiðlu, stofnaði félag um klassíska tónlist þegar hann var í menntaskóla og fjallaði um tónlist í útvarpinu. Hann þýddi bækur og ljóð, unni sér ekki hvíldar. Það kann jafnvel að vera að hann hafi keyrt sig of hart áfram, gert of miklar kröfur til sjálfs sín.

Einar var jafnaðarmaður að hugsjón, og flest verk hans fjalla um mannúð eða skort á henni.  Hann hefði getað lagt fyrir sig stjórnmál hefði hann viljað og komist í fremstu röð – slíkir voru hæfileikarnir og gáfurnar.

Einar Heimisson hefði orðið fimmtugur í dag. Hann fæddist 2. desember 1966. Minningarkvöld um hann verður í Seltjarnarneskirkju en þar verður forsýnd heimildarmynd um hann sem nefnist Undur einnar stundar. Höfundar hennar eru Kristrún, systir Einars, og Karl Lilliendahl.

 

15220089_10208152346593639_2921464692065153175_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu