fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Gildismat Trumps er allt í kringum okkur

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. október 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver beittasti pistlahöfundur á Bretlandi, Nick Cohen, skrifar um skattamál Donalds Trump í Guardian. En Cohen setur þau í alþjóðlegt samhengi og tengir þau við stórfelld skattaundanskot stórfyrirtækja.

Cohen nefnir að þrátt fyrir yfirlýsingar Trumps um að hann styðji bandaríska hermenn, lélegt ástand vega og brúa í Ameríku og milljónir Bandaríkjamanna sem þurfi á matarmiðum að halda, þá geri frambjóðandinn allt sem hann geti til að komast hjá því borga fyrir viðgerð á svo mikið sem einni holu eða fyrir mat upp í svo mikið sem einn munn.

Cohen segir að Trump hafi árum saman haldið því fram að Obama sé ekki bandarískur borgari, staðreyndin sé sú að þetta eigi við um hann sjálfan. Hann sé eins og gestur á hóteli sem vilji njóta allrar þjónustu án þess að borga reikninginn.

En í stærra samhengi sé þetta kannski ekki svo óvenjulegt. Cohen nefnir Facebook, líklegt er að fólk hafi upp til hópa rekist á greinina hans þar. Facebook birtir auglýsingar, en greiðir skatt af þeim á Írlandi. Cohn segir að þar hafi Facebook borgað aðeins 3,4 milljónir evra af tekjum sem voru 4,8 milljarðar evra.

Svipað gildir um Apple. Cohen fullyrðir að Apple hafi komi 214 milljörðum dollara í skattaskjól til að forðast skattgreiðslur í Bandaríkjunum sem gætu numið 65 milljörðum dollara.

Hann segir að nýleg athugun sýni að 367 fyrirtæki á lista Forbes yfir 500 stærstu fyrirtæki heims notfæri sér skattaskjól. Það geti verið að Trump sé algjörlega fráleitur, en gildismat hans sé allt í kringum okkur. Við erum sífellt að nota hluti sem eru framleiddir af fyrirtækjum sem ætlast til að við borgum reikningana þeirra.

Stóru fyrirtækin verða sífellt stærri, segir Cohen. Það sé mikið talað um tækniframfarir en hlutfall sprotafyrirtækja sé lægra en nokkru sinni síðan á áttunda áratugnum. Frjáls skattamarkaður, eins og Cohen kallar það, leyfi stórfyrirtækjum að flytja hagnað sinn burt og skilja eftir stöðnuð hagkerfi. Stórfyrirtækjunum er ekki ógnað af snjöllum athafnamönnum og smáfyrirtækjum sem stunda nýsköpun. Í raun sé ekkert sem ógni þeim.

Því hvernig ættu minni fyrirtæki að geta keppt við risa sem flytja fé sitt í skattaskjól. Þau hafa ekki lobbýista á sínum snærum. Þau geta ekki notað hagnað sinn, eða brot af honum, til að greiða í kosningasjóði og kaupa stjórnmálamenn.

Nick Cohen vitnar í ræðu Theresu May sem sagði á flokksþingi Íhaldsflokksins í vikunni að allir ættu borga skatta, líka þeir ríku og voldugu.

Það hefði kannski verið trúverðugra, segir hann, ef hún hefði lofað, á sama tíma og hún vill efla fullveldi Bretlands, að loka skattaskjólum sem Bretland hefur yfirráð yfir, eins Ermasundseyjunum, Mön, Bresku jómfrúreyjum og Cayman eyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing